Ferill 56. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 113  —  56. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um skráningu trúar- og lífsskoðana.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Telur ráðherra það samrýmast persónuverndarsjónarmiðum að hið opinbera haldi skrá um trúar- og lífsskoðanir Íslendinga?
     2.      Hvers vegna er óheimilt að vera skráður í fleiri en eitt trúar- eða lífsskoðunarfélag og telur ráðherra þessa takmörkun samræmast sjónarmiðum um persónufrelsi?
     3.      Hvernig er aðgengi að skrá um trúar- og lífsskoðanir háttað og hafa verið gerðar ráðstafanir til að tryggja að upplýsingar úr skránni verði ekki misnotaðar, t.d. til að efna til sérstakra rannsókna á einstaklingum á grundvelli yfirlýsinga þeirra um trúarhætti eða lífsskoðanir?
     4.      Sér ráðherra fyrir sér leiðir til að útdeila fé til trúar- og lífsskoðunarfélaga án þess að haldin sé sérstök skrá um trúar- og lífsskoðanir allra íbúa landsins?


Skriflegt svar óskast.