Ferill 107. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 166  —  107. mál.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um innviða- og byggingarréttargjald.

Frá Eygló Harðardóttur.


     1.      Á hvaða lagaákvæðum byggist heimild Reykjavíkurborgar til að leggja á svokallað innviðagjald og byggingarréttargjald?
     2.      Í hvaða tilvikum eru þessi gjöld lögð á, hvernig er fjárhæð gjaldanna ákveðin og hvaða kostnaði er þessum gjöldum ætlað að mæta?
     3.      Er ráðherra kunnugt um að önnur sveitarfélög hafi lagt á sambærileg gjöld við lóðakaup eða breytingar á nýtingu lóða?
     4.      Hyggst ráðherra kanna lagaheimildir sveitarfélaga til að leggja á gatnagerðargjald og gjöld vegna lóða með það fyrir augum að lækka byggingarkostnað?


Skriflegt svar óskast.