Ferill 111. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Microsoft Word.
146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 170 — 111. mál.
Stjórnarfrumvarp.
Frumvarp til laga
um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum.
Frá fjármála- og efnahagsráðherra.
I. KAFLI
Almenn ákvæði.
1. gr.
Gildissvið og skilgreining á fjármálasamsteypu.
Fjármálasamsteypa er samstæða eða undirsamstæða þar sem eftirlitsskyldur aðili fer fyrir samstæðunni eða undirsamstæðunni eða a.m.k. eitt af dótturfélögunum í samstæðunni eða undirsamstæðunni er eftirlitsskyldur aðili og uppfyllir eftirfarandi skilyrði:
1. Eftirlitsskyldur aðili fer fyrir samstæðunni eða undirsamstæðunni og
a. er móðurfélag aðila á fjármála- eða vátryggingasviði, á hlutdeild í aðila á fjármála- eða vátryggingasviði eða er tengdur aðila á fjármála- eða vátryggingasviði þannig að:
1. fyrirtækjum sem tengjast ekki er stjórnað sameiginlega samkvæmt samningi eða ákvæðum í samþykktum fyrirtækjanna, eða
2. meiri hluti stjórnar eða stjórnenda fyrirtækja sem tengjast ekki samanstendur af sömu einstaklingum á reikningsárinu,
b. a.m.k. einn aðili í samstæðunni eða undirsamstæðunni starfar á fjármálasviði og a.m.k. einn aðili á vátryggingasviði,
c. samanlögð umsvif aðila í samstæðunni eða undirsamstæðunni á vátryggingasviði annars vegar og fjármálasviði hins vegar teljast mikilvæg í skilningi 4. og 5. gr.
2. Eftirlitsskyldur aðili fer ekki fyrir samstæðunni en
a. starfsemi samstæðunnar eða undirsamstæðunnar fer aðallega fram á fjármálamarkaði í skilningi 3. gr.,
b. a.m.k. einn aðili í samstæðunni eða undirsamstæðunni starfar á vátryggingasviði og a.m.k. einn aðili á fjármálasviði,
c. samanlögð umsvif aðila í samstæðunni eða undirsamstæðunni á vátryggingasviði annars vegar og fjármálasviði hins vegar teljast mikilvæg í skilningi 4. og 5. gr.
Við tilgreiningu fjármálasamsteypu skv. II. kafla er með samstæðu einnig átt við félög sem munu fyrirsjáanlega við næsta ársuppgjör teljast samstæða í skilningi 9. tölul. 2. gr.
2. gr.
Orðskýringar.
1. Fjármálafyrirtæki: Fjármálafyrirtæki skv. 1. tölul. 1. mgr. 1. gr. a laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, auk fyrirtækja með sams konar starfsleyfi í aðildarríki eða ríkjum utan aðildarríkja sem uppfylla skilgreiningu þeirrar greinar.
2. Vátryggingafélag: Vátryggingafélag skv. 2. gr. laga um vátryggingastarfsemi, nr. 100/ 2016, auk vátryggingafélaga með starfsleyfi í aðildarríki eða ríkjum utan aðildarríkja sem uppfylla skilgreiningu þeirrar greinar.
3. Eftirlitsskyldur aðili: Aðili á fjármálasviði og vátryggingasviði fjármálamarkaðar, sbr. 4. og 5. tölul.
4. Fjármálasvið: Fjármálafyrirtæki, fjármálastofnun eða önnur þjónustu- og hliðarstarfsemi, sbr. lög um fjármálafyrirtæki.
5. Vátryggingasvið: Vátryggingafélag og eignarhaldsfélag á vátryggingasviði, sbr. lög um vátryggingastarfsemi.
6. Móðurfélag: Félag sem uppfyllir eitt eða fleiri eftirgreindra skilyrða:
a. ræður yfir meiri hluta atkvæða í öðru félagi,
b. er aðili að öðru félagi og hefur rétt til að tilnefna eða víkja frá meiri hluta stjórnar og framkvæmdastjórn þess,
c. er aðili að öðru félagi og hefur rétt til ákvörðunarvalds um rekstur og fjárhagslega stjórn þess á grundvelli samþykkta félagsins eða samninga við það,
d. er aðili að öðru félagi og ræður yfir meiri hluta atkvæða í því á grundvelli samnings við aðra hluthafa,
e. á eignarhlut í öðru félagi og hefur ákvörðunarvald um rekstur og fjárhagslega stjórn þess,
f. hvert það félag sem að mati Fjármálaeftirlitsins hefur í raun yfirráð í öðru félagi, þótt skilyrði a–e-liðar eigi ekki við.
7. Dótturfélag: Félag sem er í raun undir yfirráðum móðurfélags, sbr. 6. tölul. Öll dótturfélög dótturfélaga skulu talin sem dótturfélög móðurfélagsins.
8. Hlutdeild (hlutdeildarfélag): Eign í félagi, þó ekki dótturfélagi, sem annað félag og dótturfélög þess eiga verulegan eignarhlut í eða hafa myndað varanleg tengsl við í þeim tilgangi að hafa áhrif á rekstur þess. Slíkt félag telst hlutdeildarfélag. Félag er ávallt talið eiga verulegan eignarhlut ef það og dótturfélög þess eiga a.m.k. 20% eignarhlut beint eða óbeint (í hlutafé, stofnfé eða atkvæðisrétti) í öðru félagi.
9. Samstæða: Hópur félaga sem samanstendur af móðurfélagi, dótturfélagi þess og þeim félögum sem móðurfélagið eða dótturfélög þess eiga hlutdeild í auk félaga sem tengjast hvert öðru með tengslum sem um getur í a- og b-lið 1. tölul. 2. mgr. 1. gr.
10. Náin tengsl: Náin tengsl samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.
11. Blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi: Blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi, sbr. lög um fjármálafyrirtæki og lög um vátryggingastarfsemi.
12. Eftirlitsstjórnvald: Aðili sem samkvæmt lögum hlutaðeigandi ríkis fer með eftirlit með eftirlitsskyldum aðilum innan hvers sérsviðs í fjármálasamsteypu, bæði einstökum fyrirtækjum innan samstæðu og samstæðunnar í heild.
13. Aðildarríki: Ríki sem er aðili að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES), aðili að stofnsamningi Fríverslunarsamtaka Evrópu eða Færeyjar (EFTA).
14. Viðskipti innan samsteypu: Hvers konar millifærslur þar sem eftirlitsskyldir aðilar innan fjármálasamsteypu eru, beint eða óbeint, háðir öðrum fyrirtækjum innan samstæðunnar um efndir eða einstaklingum eða lögaðilum sem mynda náin tengsl við fyrirtæki innan samstæðunnar, hvort sem þær eru samkvæmt samningi eða ekki og hvort sem þær eru gegn greiðslu eða ekki.
15. Samþjöppun áhættu: Möguleg tapsáhætta sem hvílir á fyrirtækjum innan fjármálasamsteypu sem er nægjanlega mikil til að ógna gjaldþoli eða almennri fjárhagsstöðu eftirlitsskyldra aðila innan samsteypunnar. Slík áhætta getur m.a. myndast vegna útlánaáhættu eða mótaðilaáhættu, vátryggingaráhættu, markaðsáhættu, annarrar áhættu eða samtvinnunar eða víxlverkunar þessara tegunda áhættu.
16. Eiginfjárgrunnur: Í lögum þessum er með eiginfjárgrunni átt við eiginfjárgrunn fjármálafyrirtækja skv. X. kafla laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, og stjórnvaldsfyrirmæli sem sett hafa verið á grundvelli þeirra laga, gjaldþol vátryggingafélaga skv. XV. kafla laga um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016, eða, þegar það á við, framangreint metið samkvæmt sambærilegum reglum annarra aðildarríkja eða ríkja utan þeirra.
17. Lágmarksgjaldþol: Í lögum þessum er með lágmarksgjaldþoli átt við eiginfjárkröfu fjármálafyrirtækja skv. X. kafla laga nr. um fjármálafyrirtæki, 161/2002, og stjórnvaldsfyrirmæli sem sett hafa verið á grundvelli laganna, lágmarksgjaldþol vátryggingafélaga skv. XVII. kafla laga um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016, eða, þegar það á við, framangreint metið samkvæmt sambærilegum reglum annarra aðildarríkja eða ríkja utan þeirra.
18. Ígildi lágmarksgjaldþols: Í lögum þessum er með ígildi lágmarksgjaldþols átt við lágmarksgjaldþol sem aðili sem ekki er eftirlitsskyldur þyrfti að uppfylla samkvæmt reglum sem gilda á fjármála- og vátryggingasviði fjármálamarkaðar ef hann væri eftirlitsskyldur aðili á þeim markaði. Í tilviki rekstrarfélaga verðbréfasjóða er um að ræða eiginfjárkröfu skv. 6. mgr. 14. gr. a laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002. Ígildi lágmarksgjaldþols fyrir blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi skal metið samkvæmt reglum þess sérsviðs sem fjármálasamsteypan starfar aðallega á.
II. KAFLI
Fjármálasamsteypa.
3. gr.
Starfsemi samstæðu á fjármála- og vátryggingasviði fjármálamarkaðar.
4. gr.
Mikilvæg starfsemi á fjármála- og vátryggingasviði.
a. hlutfall stærðar efnahagsreiknings félaga sem tilheyra viðkomandi sviði, í samanlagðri stærð efnahagsreiknings félaga innan samstæðunnar, og
b. hlutfall lágmarksgjaldþols félaga sem tilheyra viðkomandi sviði í samanlögðu lágmarksgjaldþoli félaga innan samstæðunnar.
Sé meðaltal hlutfalla hærra vegna fjármálasviðs telst meginstarfsemi fjármálasamsteypunnar vera á fjármálasviði og umfangsminni starfsemi á vátryggingasviði. Að öðrum kosti telst meginstarfsemi fjármálasamsteypunnar vera á vátryggingasviði og umfangsminni starfsemi á fjármálasviði.
Rekstrarfélögum verðbréfasjóða skal bætt við það svið sem þau tilheyra innan samstæðu. Sé það ekki ljóst skal þeim bætt við umfangsminni starfsemina.
5. gr.
Önnur viðmið um hvort starfsemi á fjármála- og vátryggingasviði teljist mikilvæg.
a. hlutfall umfangsminna sviðsins innan samstæðu er ekki umfram 5% sé það hlutfall mælt samkvæmt meðaltali a- og b-liðar 1. mgr. 4. gr. eða mælt samkvæmt annaðhvort a- eða b-lið 1. mgr. 4. gr.,
b. markaðshlutdeild félaga á fjármálasviði og vátryggingasviði innan samstæðu er ekki umfram 5% í þeim aðildarríkjum þar sem félögin starfa, mælt samkvæmt stærð efnahagsreiknings á fjármálasviði eða samkvæmt brúttó bókfærðum iðgjöldum á vátryggingasviði.
Ef samstæða nær hlutfallslegu viðmiði skv. 4. gr. en samanlögð stærð efnahagsreiknings félaga á umfangsminni sviði samstæðunnar er minni en jafnvirði 6 milljóna evra í íslenskum krónum getur Fjármálaeftirlitið með samkomulagi við önnur eftirlitsstjórnvöld ákveðið að slík samstæða teljist ekki fjármálasamsteypa eða falli ekki undir 21.–23. gr. ef það telur slíkt ekki nauðsynlegt eða slíkt væri óviðeigandi eða villandi með tilliti til markmiða viðbótareftirlits.
Ákvarðanir samkvæmt þessari grein skulu tilkynntar öðrum eftirlitsstjórnvöldum eftir því sem við á og birtar á vef Fjármálaeftirlitsins nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi.
6. gr.
Undantekningartilvik.
a. undanskilið fyrirtæki útreikningi hlutfalla þegar þau falla undir tilvik skv. 20. gr. Slík undanþága er ekki heimil hafi fyrirtæki verið flutt til ríkis utan aðildarríkja og ljóst þykir að fyrirtækið var flutt til að komast hjá eftirliti,
b. tekið tillit til þess hvort mörkum skv. 3. og 4. gr. hafi verið náð í þrjú ár samfellt, en þó með hliðsjón af umtalsverðum breytingum á tímabilinu á uppbyggingu samstæðunnar,
c. undanskilja eitt eða fleiri hlutdeildarfélög sem tilheyra umfangsminna sviði samstæðunnar ef þau geta ráðið úrslitum um hvort samstæða verði tilgreind fjármálasamsteypa og hafa óverulega hagsmuni fyrir viðbótareftirlit.
Þegar fjármálasamsteypa hefur verið tilgreind skv. 3.–5. gr. og fyrirtæki innan samstæðunnar eru með höfuðstöðvar í öðrum aðildarríkjum skal Fjármálaeftirlitið, sé það eftirlitsstjórnvald fjármálasamsteypunnar, gera tillögu að ákvörðun samkvæmt þessari grein.
Fjármálaeftirlitið skal endurmeta árlega veittar undanþágur samkvæmt þessari grein og endurskoða töluleg viðmið og áhættumat fjármálasamsteypanna.
7. gr.
Önnur viðmið.
8. gr.
Breytingar á stöðu fjármálasamsteypu gagnvart viðmiðunarhlutföllum.
Fari hlutfall mikilvægis fjármálasviðs eða vátryggingasviðs skv. 4. gr. undir 10% skal næstu þrjú ár á eftir miða við 8%.
Fari samanlögð stærð efnahagsreiknings félaga sem falla undir 5. gr. undir jafnvirði 6 milljóna evra í íslenskum krónum skal næstu þrjú ár á eftir miða við jafnvirði 5 milljóna evra í íslenskum krónum.
Fjármálaeftirlitið, sé það eftirlitsstjórnvald samsteypunnar, getur í samráði við viðeigandi eftirlitsstjórnvöld annarra aðildarríkja ákveðið að fella viðmiðunarmörk skv. 1.–3. mgr. úr gildi áður en þrjú ár eru liðin.
9. gr.
Stærð efnahagsreiknings.
10. gr.
Tilgreining fjármálasamsteypu.
Fjármálaeftirlitið skal gera móðurfélagi samstæðu viðvart um að samstæðan hafi verið tilgreind sem fjármálasamsteypa og um hlutverk þess sem eftirlitsstjórnvalds.
Fjármálaeftirlitið skal hafa samstarf við eftirlitsstjórnvöld annarra aðildarríkja eftir því sem nauðsyn krefur. Ef Fjármálaeftirlitið telur að eftirlitsskyldur aðili sem það hefur veitt starfsleyfi tilheyri fjármálasamsteypu sem ekki hefur verið tilgreind sem slík skal það koma því á framfæri við viðeigandi eftirlitsstjórnvöld.
Þar sem móðurfélag fer ekki fyrir samstæðu tilkynnir Fjármálaeftirlitið þeim eftirlitsskylda aðila sem hefur stærstan efnahagsreikning á umfangsmeira sérsviði samsteypunnar um tilgreiningu á fjármálasamsteypu skv. 1. mgr.
Fjármálaeftirlitið skal tilkynna eftirlitsstjórnvöldum annarra aðildarríkja sem hafa veitt eftirlitsskyldum aðilum í samstæðunni starfsleyfi og þar sem blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi hefur höfuðstöðvar um tilgreiningu fjármálasamsteypu.
III. KAFLI
Umfang viðbótareftirlits.
11. gr.
Viðbótareftirlit með eftirlitsskyldum aðilum.
Eftirtaldir eftirlitsskyldir aðilar skulu vera undir viðbótareftirliti skv. 1. mgr.:
a. eftirlitsskyldir aðilar sem fara fyrir fjármálasamsteypu,
b. eftirlitsskyldir aðilar þegar móðurfélagið er blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi með höfuðstöðvar í aðildarríki,
c. eftirlitsskyldir aðilar sem tengjast öðrum aðilum á fjármála- eða vátryggingasviði fjármálamarkaðar skv. 1. tölul. 2. mgr. 1. gr.
Ef fjármálasamsteypa er hluti af annarri samstæðu sem telst fjármálasamsteypa í skilningi laga þessara er Fjármálaeftirlitinu heimilt að ákveða að viðbótareftirlit taki eingöngu til síðarnefndu samstæðunnar.
12. gr.
Móðurfélag utan aðildarríkja.
13. gr.
Tengsl einstaklinga við eftirlitsskylda aðila.
Að minnsta kosti einn aðili verður að vera eftirlitsskyldur skv. 1. mgr. 1. gr. og skilyrði 3. og 4. tölul. 2. mgr. 1. gr. að vera uppfyllt við viðbótareftirlit skv. 1. mgr.
Við mat á því hvort 1. mgr. eigi við félög sem starfa saman metur Fjármálaeftirlitið fjárhagslegar skuldbindingar þessara félaga gagnvart öðrum aðilum á fjármála- og vátryggingasviði fjármálamarkaðar.
IV. KAFLI
Eftirlit með fjárhagsstöðu.
14. gr.
Almennt um eftirlit með fjárhagsstöðu.
15. gr.
Fjárhagsstaða.
Eftirlitsskyldir aðilar sem eru hluti af fjármálasamsteypu skulu hafa stefnu sem kveður á um hvernig kröfum um lágmarksgjaldþol fjármálasamsteypu sé fullnægt.
Fjármálaeftirlitið, sé það eftirlitsstjórnvald samsteypu, hefur eftirlit með því að skilyrði 1. og 2. mgr. séu uppfyllt og að eftirlitsskyldir aðilar eða blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi meti a.m.k. árlega fjárhagsstöðu skv. 1. mgr.
Eftirlitsskyldur aðili sem fer fyrir fjármálasamsteypu, blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi eða annar aðili sem Fjármálaeftirlitið tilnefnir, skal að höfðu samráði við viðeigandi eftirlitsstjórnvöld annarra aðildarríkja senda Fjármálaeftirlitinu niðurstöður athugunar samkvæmt þessari grein ásamt viðeigandi gögnum.
16. gr.
Mat á eiginfjárgrunni og lágmarksgjaldþoli.
17. gr.
Eiginfjárgrunnur.
Við mat á því hvort eiginfjárgrunnur fjármálasamsteypu nægi til að mæta lágmarksgjaldþoli á samstæðugrundvelli, sbr. 18. gr. þessara laga, skal eingöngu tekið mið af eiginfjárliðum sem bæði teljast með eiginfjárgrunni skv. 84. gr. a – 84. gr. c laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, og XV. kafla laga um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016.
Draga skal frá eiginfjárliði sem rekja má til dótturfélaga og teljast ekki með í samstæðuuppgjöri.
Eiginfjárliðir sem notaðir eru í fleiri en einu félagi innan samstæðu skulu eingöngu taldir einu sinni til eiginfjárgrunns.
Eiginfjárliðir sem myndast innan samstæðu á óviðeigandi hátt skulu dragast frá eiginfjárgrunni. Við mat á því hvað telst óviðeigandi skal nota viðmið laga um fjármálafyrirtæki og laga um vátryggingastarfsemi.
Við mat á eiginfjárgrunni fjármálasamsteypu skal Fjármálaeftirlitið jafnframt taka tillit til hvort flytja megi eiginfjárliði á milli fjármála- og vátryggingasviða fjármálamarkaðar.
18. gr.
Lágmarksgjaldþol.
Fjármálaeftirlitið, sé það eftirlitsstjórnvald samstæðu, getur veitt undanþágu frá kröfu 4. málsl. 1. mgr. ef það telur að ábyrgð móðurfélags sé skýr og ótvírætt takmörkuð við hlutafjáreignina.
Þegar ekki eru eignatengsl á milli aðila innan samstæðu skal Fjármálaeftirlitið að höfðu samráði við viðeigandi eftirlitsstjórnvöld annarra aðildarríkja taka ákvörðun um hlutdeild einstakra aðila í lágmarksgjaldþoli samstæðunnar með hliðsjón af skuldbindingum sem tengslin fela í sér.
Eiginfjárgrunn og lágmarksgjaldþol blandaðs eignarhaldsfélags í fjármálastarfsemi skal meta á samstæðugrundvelli í samræmi við lagaákvæði umfangsmeira sérsviðs fjármálasamsteypu. Sá hluti samstæðu sem telst ekki til fjármála- og vátryggingasviðs fjármálamarkaðar er undanskilinn.
19. gr.
Heimild til að nota aðrar aðferðir við mat á eiginfjárgrunni og lágmarksgjaldþoli.
Samhliða skal ákvarða að við mat á eiginfjárgrunni og lágmarksgjaldþoli séu notaðar aðferðir 2 eða 3 í II. kafla viðauka við lög þessi.
20. gr.
Aðilar sem eru undanskildir mati á eiginfjárgrunni og lágmarksgjaldþoli.
a. aðilinn er staðsettur í ríki utan aðildarríkis þar sem ætla má að löggjöf hindri aðgang að nauðsynlegum upplýsingum,
b. aðilinn hefur óverulega þýðingu fyrir það markmið sem að er stefnt með lögum þessum,
c. talning aðilans í mati á eiginfjárgrunni og lágmarksgjaldþoli gefur villandi eða óviðeigandi yfirsýn miðað við markmið laga þessara um viðbótareftirlit.
Ef fleiri en einn aðili er undanskilinn skv. b-lið 1. mgr. skal eigi að síður telja þá með ef þeir samanlagt teljast ekki hafa óverulega þýðingu.
Áður en Fjármálaeftirlitið tekur ákvörðun skv. c-lið 1. mgr. skal það hafa samráð við viðeigandi eftirlitsstjórnvöld annarra aðildarríkja, nema brýn nauðsyn standi til annars.
Þegar eftirlitsskyldur aðili fellur undir b- eða c-lið 1. mgr. samkvæmt ákvörðun Fjármálaeftirlitsins skal móðurfélag fjármálasamsteypu, sem hefur höfuðstöðvar hér á landi, veita lögbærum yfirvöldum annarra aðildarríkja sem hafa eftirlit með aðilanum umbeðnar upplýsingar vegna eftirlits þeirra.
21. gr.
Samþjöppun áhættu.
Við eftirlit með samþjöppunaráhættu skal Fjármálaeftirlitið, sé það eftirlitsstjórnvald samsteypu, fylgjast sérstaklega með áhættu vegna smitáhrifa innan samsteypunnar, hættu á hagsmunaárekstrum, hættu á sniðgöngu á ákvæðum laga um fjármálafyrirtæki og laga um vátryggingastarfsemi, auk stigs og umfangs áhættu.
Eftirlitsskyldir aðilar eða blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi innan fjármálasamsteypu skulu reglulega, og minnst árlega, veita Fjármálaeftirlitinu upplýsingar um alla verulega samþjöppun áhættu samsteypu. Upplýsingar skulu veittar á þann hátt og á því formi sem Fjármálaeftirlitið ákveður. Fjármálaeftirlitið skal, í samráði við viðeigandi eftirlitsstjórnvöld annarra aðildarríkja, tilgreina þær tegundir áhættu sem einkum skal veita upplýsingar um að teknu tilliti til uppbyggingar og áhættustýringar samstæðunnar.
22. gr.
Viðskipti innan samsteypu.
Við eftirlit með viðskiptum innan samsteypu skal Fjármálaeftirlitið, sé það eftirlitsstjórnvald samsteypunnar, sérstaklega fylgjast með áhættu vegna smitáhrifa innan samsteypunnar, hættu á hagsmunaárekstrum, hættu á sniðgöngu á lögum um fjármálafyrirtæki og lögum um vátryggingastarfsemi, auk stigs og umfangs áhættu.
Eftirlitsskyldir aðilar eða blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi innan fjármálasamsteypu skulu reglulega, og minnst árlega, veita Fjármálaeftirlitinu upplýsingar um öll umtalsverð viðskipti innan fjármálasamsteypunnar. Upplýsingar skulu veittar á þann hátt og á því formi sem Fjármálaeftirlitið ákveður. Fjármálaeftirlitið skal, í samráði við viðeigandi eftirlitsstjórnvöld annarra aðildarríkja, tilgreina þær tegundir viðskipta sem einkum skal veita upplýsingar um að teknu tilliti til uppbyggingar og áhættustýringar samsteypunnar. Með umtalsverðum viðskiptum skv. 1. málsl. er a.m.k. átt við öll viðskipti þar sem fjárhæð fer yfir 5% af lágmarksgjaldþoli fjármálasamsteypunnar.
23. gr.
Áhættustýring og innra eftirlit.
Áhættustýring skal a.m.k. fela í sér eftirfarandi:
a. trausta stjórnun sem felur í sér samþykki og reglulega endurskoðun viðeigandi stjórneininga á áhættustefnu innan fjármálasamsteypunnar,
b. fullnægjandi gjaldþolsstefnu sem tekur tillit til áhrifa viðskiptastefnu á áhættusamsetningu og fjárhagsstöðu, sbr. 14.–20. gr., og
c. fullnægjandi ferla sem tryggja að eftirlit með áhættu sé hluti af skipulagi aðila og að gripið sé til ráðstafana til að tryggja samræmi þeirra kerfa sem notuð eru hjá öllum aðilum innan samsteypu sem falla undir viðbótareftirlit svo unnt sé að mæla, fylgjast með og stýra áhættu samsteypunnar.
Innra eftirlit skal a.m.k. fela í sér:
a. að fullnægjandi aðferðir séu notaðar til þess að afmarka og mæla alla verulega áhættu tengda fjárhagsstöðu og að sjá til þess að eiginfjárgrunnur sé í samræmi við áhættu,
b. að fullnægjandi skýrslugjöf og bókhaldsaðferðir séu fyrir hendi til þess að afmarka, mæla, stýra og hafa eftirlit með viðskiptum innan samstæðu og samþjöppun áhættu á samsteypugrundvelli.
Fjármálaeftirlitið, sé það eftirlitsstjórnvald samsteypu, skal fylgjast með að allir aðilar sem falla undir viðbótareftirlit hafi fullnægjandi innra eftirlit sem veitt geti hvers kyns upplýsingar sem nauðsynlegar eru við eftirlit með samsteypunni.
24. gr.
Álagspróf.
V. KAFLI
Sérstök ákvæði um viðbótareftirlit.
25. gr.
Samstarf milli eftirlitsstjórnvalda í aðildarríkjum.
Í þeim tilvikum þegar fjármálasamsteypa starfar í fleiri en einu aðildarríki tilnefnir Fjármálaeftirlitið ásamt eftirlitsstjórnum annarra aðildarríkja eitt eftirlitsstjórnvald sem ber ábyrgð á samræmingu og framkvæmd viðbótareftirlits. Tilnefning eftirlitsstjórnvaldsins skal byggjast á viðmiðum skv. 3. og 4. mgr.
Ef eftirlitsskyldur aðili fer fyrir fjármálasamsteypu skal það eftirlitsstjórnvald sem veitti honum starfsleyfi vera eftirlitsstjórnvald samsteypunnar.
Ef eftirlitsskyldur aðili fer ekki fyrir fjármálasamsteypu skal ákvarða eftirlitsstjórnvald samkvæmt eftirfarandi viðmiðum:
a. Þegar móðurfélag eftirlitsskylds aðila er blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi skal eftirlitsstjórnvaldið sem veitti þeim eftirlitsskylda aðila starfsleyfi vera eftirlitsstjórnvald samsteypunnar.
b. Ef tveir eða fleiri eftirlitsskyldir aðilar hafa höfuðstöðvar í aðildarríki og sameiginlegt móðurfélag sem er blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi, og einn þessara aðila er með starfsleyfi í aðildarríkinu þar sem höfuðstöðvar blandaða eignarhaldsfélagsins eru, skal eftirlitsstjórnvald þess ríkis vera eftirlitsstjórnvald samsteypunnar.
Ef tveir eða fleiri eftirlitsskyldir aðilar sem starfa á ólíkum sviðum fjármála hafa starfsleyfi í aðildarríkinu þar sem blandaða eignarhaldsfélagið í fjármálastarfsemi hefur höfuðstöðvar skal eftirlitsstjórnvald þess aðila sem starfar á því sérsviði samstæðunnar sem er umfangsmeira vera eftirlitsstjórnvald samsteypunnar.
Ef tvö eða fleiri blönduð eignarhaldsfélög í fjármálastarfsemi, sem hafa höfuðstöðvar í mismunandi aðildarríkjum, fara fyrir fjármálasamsteypu og eftirlitsskyldur aðili er til staðar í hverju þessara aðildarríkja skal eftirlitsstjórnvald þess félags sem er með hæstu fjárhæð heildareigna samkvæmt efnahagsreikningi vera eftirlitsstjórnvald samsteypunnar ef félögin starfa á sama fjármálasviði en að öðrum kosti skal eftirlitsstjórnvald eftirlitsskylda aðilans sem starfar á því sérsviði samsteypunnar sem er umfangsmeira vera eftirlitsstjórnvald samsteypunnar.
c. Ef tveir eða fleiri eftirlitsskyldir aðilar hafa höfuðstöðvar í aðildarríki og eitt sameiginlegt móðurfélag, sem er blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi, og enginn þessara aðila hefur starfsleyfi í aðildarríkinu þar sem blandaða eignarhaldsfélagið hefur höfuðstöðvar, skal það eftirlitsstjórnvald sem veitti þeim aðila starfsleyfi sem er með hæstu fjárhæð heildareigna samkvæmt efnahagsreikningi á því sérsviði samsteypunnar sem er umfangsmeira vera eftirlitsstjórnvald samsteypunnar.
d. Ef fjármálasamsteypa er samstæða sem hefur ekki móðurfélag, eða í öðrum tilvikum, skal eftirlitsstjórnvaldið, sem veitti þeim eftirlitsskylda aðila starfsleyfi, sem er með hæstu fjárhæð heildareigna samkvæmt efnahagsreikningi á því sérsviði samsteypunnar sem er umfangsmeira vera eftirlitsstjórnvald samsteypunnar.
Fjármálaeftirlitið getur í sérstökum tilvikum gert samkomulag við eftirlitsstjórnvöld annarra aðildarríkja um að tilnefning eftirlitsstjórnvalds samsteypu þurfi ekki að byggjast á viðmiðum 2.–4. mgr. þar sem þau ættu ekki við vegna uppbyggingar samsteypunnar og hlutfallslegs mikilvægis starfsemi hennar í einstökum ríkjum. Fjármálaeftirlitið skal gefa samsteypunni kost á að tjá sig um fyrirætlan eftirlitsstjórnvaldanna áður en ákvörðun er tekin.
26. gr.
Verkefni eftirlitsstjórnvalds.
1. Samræma söfnun og miðlun hlutaðeigandi og mikilvægra upplýsinga, í áframhaldandi rekstri eða neyðartilvikum, þ.m.t. miðlun upplýsinga sem eru mikilvægar fyrir eftirlitshlutverk eftirlitsstjórnvalds.
2. Hafa sérstakt eftirlit með og meta fjárhagsstöðu samsteypunnar.
3. Meta hvort farið sé að reglum um eiginfjárkröfur, samþjöppun áhættu og viðskipti innan samstæðu skv. 16.–20. gr.
4. Meta uppbyggingu, skipulag og innra eftirlitskerfi samsteypunnar, sbr. 23. gr.
5. Áætlunargerð og samræming eftirlitsstarfs, hvort heldur í áframhaldandi rekstri eða í neyðartilvikum, í samvinnu við viðeigandi eftirlitsstjórnvöld.
6. Önnur verkefni sem eftirlitsstjórnvöld gera með sér samkomulag um að Fjármálaeftirlitið taki að sér vegna samræmingar.
Fjármálaeftirlitið skal koma á samræmingarfyrirkomulagi með eftirlitsstjórnvöldum annarra aðildarríkja sem m.a. skal ná til gagnaskila og upplýsingaskipta. Samræmingarfyrirkomulagið skal kveða á um málsmeðferð vegna ákvarðanatöku eftirlitsstjórnvalda í öðrum aðildarríkjum skv. 3. og 4. gr., 4. mgr. 5. gr., 6. gr., 2. mgr. 11. gr., 14. gr. og 16. gr.
27. gr.
Samvinna og upplýsingaskipti.
Fjármálaeftirlitið skal að eigin frumkvæði senda allar mikilvægar upplýsingar til viðeigandi eftirlitsstjórnvalda. Til mikilvægra upplýsinga teljast eftirtaldar upplýsingar:
a. greining á stjórnarháttum og uppbyggingu samsteypu, þ.m.t. sundurliðun á öllum eftirlitsskyldum aðilum, öðrum aðilum sem eru ekki eftirlitsskyldir og mikilvægum útibúum sem tilheyra samsteypunni; upptalning á þeim sem fara með virkan eignarhlut og eftirlitsstjórnvöldum eftirlitsskyldra aðila innan samsteypunnar,
b. stefna samsteypu,
c. fjárhagsstaða samsteypu, einkum varðandi kröfur um lágmarksgjaldþol, viðskipti innan samsteypunnar, samþjöppunaráhættu og arðsemi,
d. stórir hluthafar og stjórn samsteypu,
e. skipulag, áhættustýring og innra eftirlitskerfi samsteypu,
f. aðferðir við öflun upplýsinga frá aðilum innan samsteypu og sannprófun á þeim upplýsingum,
g. neikvæð þróun hjá eftirlitsskyldum aðilum eða öðrum aðilum innan samsteypu sem gæti haft alvarleg áhrif á þá,
h. þyngri viðurlög og óvenjulegar ráðstafanir eftirlitsstjórnvalda í samræmi við ákvæði í lögum um fjármálafyrirtæki og lögum um vátryggingastarfsemi, eða lög þessi.
Fjármálaeftirlitið skal hafa samráð við eftirlitsstjórnvöld áður en stofnunin tekur ákvörðun um eftirfarandi atriði, ef ákvörðunin er mikilvæg fyrir eftirlitshlutverk eftirlitsstjórnvaldanna:
a. breytingar á hlutafjáreign, skipulagi eða stjórnkerfi eftirlitsskyldra aðila í fjármálasamsteypu sem þarfnast samþykkis eða leyfis frá Fjármálaeftirlitinu,
b. þyngri viðurlög eða óvenjulegar ráðstafanir Fjármálaeftirlitsins.
28. gr.
Hæfi stjórnenda.
29. gr.
Sannprófun upplýsinga.
Berist Fjármálaeftirlitinu beiðni um sannprófun upplýsinga frá öðru eftirlitsstjórnvaldi skal það bregðast við þeirri beiðni, annaðhvort með því að framkvæma sannprófunina sjálft, með því að heimila endurskoðanda eða sérfræðingi að framkvæma sannprófunina eða með því að heimila eftirlitsstjórnvaldinu, sem lagði fram beiðnina, að annast sannprófunina.
30. gr.
Endurskipulagning fjárhags.
Fjármálaeftirlitið getur, eftir því sem við á, krafið móðurfélag fjármálasamsteypu um áætlun um úrbætur á fjárhag samsteypu.
Áætlunin skal innihalda m.a.:
a. tillögur að nauðsynlegum aðgerðum,
b. greiningu á hvernig fyrirhugaðar aðgerðir verndi fjárhagslega hagsmuni innláns- og kröfuhafa og fjárfesta sem og vátryggingarvernd vátryggingartaka, og
c. tímamörk áætlunarinnar.
Sé endurskipulagning fjárhags ekki möguleg innan tímamarka áætlunarinnar eða fyrirhugaðar aðgerðir eru ekki líklegar til að vernda fjárhagslega hagsmuni innlánseigenda, lánardrottna og fjárfesta sem og vátryggingarvernd vátryggingartaka, skal Fjármálaeftirlitið eftir því sem við á, ákveða til hvaða úrræða skuli gripið.
Fjármálaeftirlitið skal samræma eftirlitsaðgerðir með eftirlitsstjórnvöldum annarra aðildarríkja samkvæmt þessari grein, eftir því sem við á.
VI. KAFLI
Samskipti við eftirlitsstjórnvöld utan aðildarríkja.
31. gr.
Móðurfélag er staðsett utan aðildarríkja.
Teljist eftirlit með móðurfélaginu ekki fullnægja kröfum sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu skal eftirlit með öðrum félögum vera í samræmi við 12. gr. Fjármálaeftirlitið getur í samráði við eftirlitsstjórnvöld annarra aðildarríkja krafist þess að stofnað verði blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi með höfuðstöðvar í aðildarríki og beitt ákvæðum laga þessara um dótturfélög þess.
Um samstarf við eftirlitsstjórnvöld utan aðildarríkja fer eftir ákvæðum laga þessara og alþjóðlegum samningum sem Ísland er aðili að.
VII. KAFLI
Önnur ákvæði.
32. gr.
Innleiðing, reglugerð og reglur.
Ráðherra getur sett reglugerð til að útfæra nánar ákvæði laga þessara.
Til að útfæra nánar ákvæði laga þessara setur Fjármálaeftirlitið reglur sem byggjast á tæknilegum framkvæmdastöðlum og eftirlitsstöðlum sameiginlegrar nefndar evrópsku eftirlitsstofnananna.
33. gr.
Gildistaka.
Viðauki.
Eiginfjárkröfur.
I. KAFLI
Tæknilegar meginreglur.
1. Umfang viðbótareiginfjárkrafna og aðferðir við útreikning þeirra.
2. Aðrar tæknilegar meginreglur.
a. Að komið sé í veg fyrir margnotkun á liðum sem teknir eru með í útreikningi á eigin fé fjármálasamsteypu (margnotkun eiginfjárliða) og einnig óheimila myndun eigin fjár innan samstæðunnar. Til að tryggja að komið sé í veg fyrir margnotkun eiginfjárliða og óheimila myndun eigin fjár innan samstæðunnar skal Fjármálaeftirlitið á hliðstæðan hátt beita þeim reglum sem mælt er fyrir um í lagaákvæðum þess sérsviðs fjármálamarkaðar sem um ræðir.
b. Þar til lagaákvæði fjármála- og vátryggingasviðs fjármálamarkaðar verða samræmd frekar skulu liðir sem teljast með í mati á eiginfjárgrunni jafngilda kröfum um gjaldþol fyrir hvert sérsvið í fjármálasamsteypu í samræmi við lagaákvæði þess sérsviðs fjármálamarkaðar. Þegar fjármálasamsteypa fullnægir ekki kröfu um lágmarksgjaldþol í heild sinni skulu einungis liðir sem teljast með í mati á eiginfjárgrunni samkvæmt lagaákvæðum þess sérsviðs fjármálamarkaðar vera gjaldgengir sem eiginfjárliðir við að fullnægja kröfu um lágmarksgjaldþol.
Ef lagaákvæði fjármála- og vátryggingasviðs fjármálamarkaðar takmarka notkun tiltekinna gerninga sem eru ígildi eigin fjár, sem gætu talist til eiginfjárgrunns þvert á sérsvið fjármálamarkaðar, gilda þær takmarkanir að breyttu breytanda við mat á eiginfjárgrunni fjármálasamsteypu. Við mat á eiginfjárgrunni fjármálasamsteypu skal Fjármálaeftirlitið, sé það eftirlitsstjórnvald samsteypunnar, einnig taka tillit til þess hve auðvelt er að nálgast og færa eigið fé á milli lögaðila innan samstæðunnar, miðað við markmið reglna um eiginfjárgrunn og lágmarksgjaldþol.
Ef ígildi lágmarksgjaldþols er metið skv. II. kafla þessa viðauka, þegar um er að ræða aðila á fjármálasviði sem er ekki eftirlitsskyldur, merkir ígildi lágmarksgjaldþols eiginfjárkröfu sem slíkur aðili þyrfti að fullnægja samkvæmt reglum um viðkomandi sérsvið ef hann væri eftirlitsskyldur á því sérsviði fjármála. Ef um er að ræða rekstrarfélag verðbréfasjóða merkir ígildi lágmarksgjaldþols eiginfjárkröfu skv. 6. mgr. 14. gr. a laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.
Ígildi lágmarksgjaldþols fyrir blandað eignarhaldsfélag í fjármálastarfsemi skal metið samkvæmt lagaákvæðum þess sérsviðs fjármálamarkaðar sem telst vera meginstarfsemi fjármálasamsteypunnar.
II. KAFLI
Aðferðir við mat á eiginfjárgrunni og lágmarksgjaldþoli.
Aðferð 1: Samstæðuuppgjörsaðferðin.
Eiginfjárgrunnur umfram lágmarksgjaldþol skal metinn sem mismunur á:
a. Eiginfjárgrunni fjármálasamsteypu, sem metinn er á grundvelli efnahagsstöðu samstæðunnar; einungis má nota liði sem eru viðurkenndir samkvæmt lagaákvæðum fjármála- eða vátryggingasviðs fjármálamarkaðar, og
b. samtölu lágmarksgjaldþols fyrir hvert sérsvið fjármálamarkaðar innan samsteypu; lágmarksgjaldþol fyrir hvert sérsvið fjármálamarkaðar er reiknað í samræmi við lagaákvæði þess sérsviðs.
Ef aðili á fjármálasviði er ekki eftirlitsskyldur skal reikna út ígildi lágmarksgjaldþols.
Mismunurinn má ekki vera neikvæður.
Aðferð 2: Frádráttar- og samlagningaraðferðin.
Eiginfjárgrunnur umfram lágmarksgjaldþol skal meta sem mismun á:
a. samtölu eiginfjárgrunns allra eftirlitsskyldra og annarra aðila á fjármálasviði í fjármálasamsteypu; liðir sem má nota eru þeir liðir sem eru viðurkenndir samkvæmt lagaákvæðum þess sérsviðs fjármálamarkaðar, og
b. samtölu
i) lágmarksgjaldþols allra eftirlitsskyldra aðila í samstæðu; lágmarksgjaldþol skal reiknað samkvæmt lagaákvæðum sérsviða fjármálamarkaðar, og
ii) bókfærðs verðs á hlutdeildareignum í öðrum aðilum í samstæðunni.
Ef aðili á fjármálasviði er ekki eftirlitsskyldur, skal reikna út ígildi lágmarksgjaldþols fyrir hann. Taka skal hlutfallslega tillit til eiginfjárgrunns og lágmarksgjaldþols skv. 1. mgr. 18. gr. laga um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum og í samræmi við I. kafla þessa viðauka.
Mismunurinn má ekki vera neikvæður.
Aðferð 3: Sambland af aðferðum 1 og 2.
Greinargerð.
Með frumvarpi þessu er lagt til að sett verði lög um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum. Frumvarpið byggist á ákvæðum tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2002/87/EB um viðbótareftirlit með lánastofnunum, vátryggingafélögum og fyrirtækjum í verðbréfaþjónust sem eru hluti af samsteypu fjármálafyrirtækja. 1 Tilskipunin var tekin upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 104/2004, frá 9. júlí 2004, og birt 23. desember 2004 í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 65. Ákvæði tilskipunarinnar voru tekin upp að hluta með reglum Fjármálaeftirlitsins nr. 920/2008, um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) taldi reglunum ábótavant og í kjölfar þess setti Fjármálaeftirlitið nýjar reglur, nr. 165/2014, um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum. Reglurnar byggðust á reglum tilskipunar 2002/87/EB ásamt því að taka að hluta upp ákvæði tilskipunar 2011/89/ESB sem breytti tilskipun 2002/87/EB. 2 Tilskipun 2011/89/ESB hefur ekki verið tekin upp í EES-samninginn en gert er ráð fyrir að hún verði tekin þar inn á næstu misserum.
Tilskipun 2002/87/EB tengist öðrum tilskipunum á fjármálamarkaði sem hafa verið leiddar efnislega í lög hér á landi eða verður gert á næstu misserum, m.a. tilskipun 2013/36/ESB, um aðgang að starfsemi lánastofnana og varfærniseftirlits með lánastofnunum og verðbréfafyrirtækjum, sem almennt er kölluð CRD IV tilskipunin, 3 og tilskipun 2009/138/EB, um stofnun og rekstur vátryggingafélaga, sem almennt er kölluð Solvency II tilskipunin. 4
Fjármála- og efnahagsráðherra skipaði starfshóp til að semja frumvarp þetta sem hóf störf í júní 2015. Í hópnum voru Sóley Ragnarsdóttir, tilnefnd af ráðherra, Sigurður Freyr Jónatansson og Hjálmar Stefán Brynjólfsson, tilnefndir af Fjármálaeftirlitinu, og Árnína Steinunn Kristjánsdóttir, tilnefnd af Samtökum fjármálafyrirtækja.
II. Tilefni og nauðsyn lagasetningar.
Fjármálaeftirlitið þarf að geta metið á samstæðugrundvelli fjárhagsstöðu fjármálafyrirtækja og vátryggingafélaga sem eru hluti af fjármálasamsteypu og því er mikilvægt að hafa sérstakar reglur um viðbótareftirlit með gjaldþoli, samþjöppun áhættu og viðskipti innan samstæðu.
Reglur Fjármálaeftirlitsins nr. 165/2014 fela í sér kröfur og skyldur sem lagðar eru á eftirlitsskylda aðila vegna viðbótareftirlits með starfsemi fjármálasamsteypa. Reglurnar eru ekki alveg nógu ítarlegar um samskipti Fjármálaeftirlitsins við önnur eftirlitsstjórnvöld þar sem ekki er unnt að leggja skyldur á Fjármálaeftirlitið í reglum sem stofnunin setur sjálf. Í reglunum eru einnig íþyngjandi kröfur sem eðlilegra er að hafi lagastoð. Í frumvarpinu eru tilgreindar helstu skyldur og kröfur sem fjármálasamsteypur þurfa að uppfylla og verði frumvarpið að lögum verður lagastoð þeirra óyggjandi. Með frumvarpinu er því lagt til að sérstök lög verði um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum til að fullnægja öllum kröfum sem settar eru fram í tilskipun 2002/87/EB. Gert er ráð fyrir að unnt sé að undanskilja tiltekna aðila frá viðbótareftirliti og skulu slíkar ákvarðanir teknar með tilliti til þess hvort aðilinn falli undir eftirlit á samstæðugrundvelli samkvæmt lögum nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, og lögum nr. 100/2016, um vátryggingastarfsemi.
Til að stuðla að skilvirkni í viðbótareftirliti með fjármálafyrirtækjum og vátryggingafélögum sem eru hluti af fjármálasamsteypu þarf að tryggja að eftirlitið nái til allra slíkra samsteypa sem stunda fjármálastarfsemi, sérstaklega þeirra sem stunda starfsemi yfir landamæri. Það þarf því að samræma eftirlit þegar fjármálasamsteypur starfa í fleiri en einu aðildarríki og er lagt til að slíkar samsteypur lúti eftirliti sérstaklega tilnefnds eftirlitsstjórnvalds. Starfsemi þess eftirlitsstjórnvalds á þó ekki að hafa áhrif á eftirlit annarra eftirlitsstjórnvalda gagnvart einstökum aðilum í samsteypunni. Til að slíkt eftirlit virki þurfa að vera sérstakar reglur um skyldu fjármálasamsteypa til að veita eftirlitsstjórnvöldum upplýsingar og upplýsingaskyldu á milli eftirlitsstjórnvalda ásamt úrræðum til að afla upplýsinganna. Aukið samstarf á milli eftirlitsstjórnvalda er mikilvægt og því þarf að liggja ljóst fyrir hver ábyrgð Fjármálaeftirlitsins er gagnvart öðrum eftirlitsstjórnvöldum sem koma að eftirliti með aðilum sem tilheyra sömu fjármálasamsteypu.
Fjármálasamsteypur sem hafa höfuðstöðvar í aðildarríkjum EES-samningsins geta verið hluti af fjármálasamsteypu þar sem móðurfélagið er utan aðildarríkja. Í slíkum tilvikum er lagt til í frumvarpinu að Fjármálaeftirlitið geti skorið úr um hvort það lúti viðbótareftirliti sem er sambærilegt ákvæðum samkvæmt frumvarpi þessu. Til að meta slíkt er afar mikilvægt að reglur og upplýsingaskipti við eftirlitsstjórnvöld utan aðildarríkja séu gagnsæ. Það er þó einungis gert ráð fyrir því að viðbótareftirlit sé jafngilt hjá eftirlitsstofnun sem staðsett er utan aðildarríkja ef sú stofnun hefur samþykkt að vinna með Fjármálaeftirlitinu að framkvæmd viðbótareftirlitsins.
Tilskipun 2011/89/ESB breytti tilskipun 2002/87/EB meðal annars á þann hátt að rekstrarfélögum verðbréfasjóða og rekstraraðilum sérhæfðra sjóða (e. Alternative Investment Fund Managers) er bætt við viðmið um hvað telst fjármálasamsteypa. Þá gerir tilskipunin ráð fyrir að unnt sé að heimila undanþágu fyrir smærri samstæður að teljast fjármálasamsteypa ef eftirlitsstjórnvaldið telur áhættu innan samstæðunnar óverulega og veitir heimild til að beita áhættumiðuðu mati við tilgreiningu á fjármálasamsteypu. Einnig er heimild fyrir lögbundið eftirlit með fjármálafyrirtækjum og vátryggingafélögum með viðbótareftirliti gagnvart móðurfélagi samsteypunnar þótt slíkt móðurfélag sé eignarhaldsfélag. Loks er í tilskipuninni gefin heimild fyrir evrópsku eftirlitsstofnanirnar til að gefa út viðmiðunarreglur (e. guidelines) og tæknilega eftirlitsstaðla (e. regulatory technical standards) eða tæknilega framkvæmdastaðal (e. implementing technical standards) um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum.
Viðbótareftirliti með fjármálasamsteypu og samvinnu eftirlitsstjórnvalda er ætlað að stuðla að stöðugleika fjármálamarkaðar. Eftirlitsstjórnvöld þurfa að hafa sameiginlega nálgun í eftirliti í slíkri samvinnu og slík sameiginleg nálgun verður meðal annars mótuð í viðmiðunarreglum sem koma frá evrópsku eftirlitsstofnununum. Viðmiðunarreglurnar eru almenns eðlis og segja til um hvernig almennu eftirliti á að vera háttað til að tryggja heildarsýn og gefa ramma fyrir tól og tæki til eftirlits.
Fjármálafyrirtæki og vátryggingafélög eru reglulega álagsprófuð og það verður því að vera hlutverk eftirlitsstjórnvalds fjármálasamsteypunnar að ákveða hvort og hvenær fjármálasamsteypa er álagsprófuð sem heild. Til að meta slíkt verða sett viðmið um álagspróf vegna viðbótareftirlits.
III. Meginefni frumvarpsins.
Í fyrsta lagi er í frumvarpinu fjallað almennt um hugtakið fjármálasamsteypu og hvernig fjármálasamsteypa er tilgreind. Meginviðmið um það hvenær um fjármálasamsteypu er að ræða fer eftir því hvort starfsemi á fjármála- eða vátryggingasviði sé mikilvæg. Slíkt mat byggist á hlutfallslegri stærð efnahagsreiknings félaga sem tilheyra viðkomandi sviði innan samstæðunnar og hlutfallslegri stærð eiginfjárkrafna eða gjaldþolskrafna þeirra félaga innan samstæðu.
Í öðru lagi eru almenn ákvæði um eftirlit með fjármálasamsteypum og tilgreint er hvaða eftirlitsskyldir aðilar falla undir eftirlitið. Almennt eftirlit er að meginstefnu eftirlit með fjárhagsstöðu fjármálasamsteypa. Í frumvarpinu eru skyldur Fjármálaeftirlitsins í því sambandi tilgreindar sem eru m.a. eftirlit með mati á eiginfjárgrunni og lágmarksgjaldþoli fjármálasamsteypa. Fjármálaeftirlitið þarf að fylgjast sérstaklega með áhættu vegna smitáhrifa innan samsteypunnar vegna eftirlits með samþjöppunar áhættu og viðskipta innan samsteypu.
Í þriðja lagi eru sérstök ákvæði um viðbótareftirlit. Í viðbótareftirliti með fjármálasamsteypum felst samstarf á milli eftirlitsstjórnvalda í aðildarríkjum EES- samningsins. Eftirlit með fjármálasamsteypu sem starfar í fleiri ríkjum og er undir eftirliti fleiri en eins eftirlitsstjórnvalds krefst samstarfs eftirlitsstjórnvaldanna. Í þessum tilvikum verður eitt eftirlitsstjórnvaldanna eftirlitsstjórnvald fjármálasamsteypunnar og í frumvarpinu er tiltekið hvernig eftirlitsstjórnvald fjármálasamsteypunnar er ákveðið. Þá eru ákvæði um samvinnu eftirlitsstjórnvaldanna og upplýsingaskipti milli þeirra. Hlutverk eftirlitsstjórnvalds fjármálasamsteypu er skilgreint og liggur því ljóst fyrir hver verkefni Fjármálaeftirlitsins verða ef það er eftirlitsstjórnvald fjármálasamsteypu. Einnig eru ákvæði um endurskipulagningu á fjárhag fjármálasamsteypu ef fjármálasamsteypan fullnægir ekki kröfum um fjárhagsstöðu.
Í fjórða lagi eru ákvæði um samskipti við eftirlitsstjórnvöld utan aðildarríkja EES- samningsins. Ef Fjármálaeftirlitið er eftirlitsstjórnvald samsteypu ákveður það hvort móðurfélag samsteypu sem er með höfuðstöðvar utan aðildarríkja lúti eftirliti sem er sambærilegt eftirliti í aðildarríkjum. Ef svo er ekki skal eftirlit með öðrum félögum vera í samræmi við reglur frumvarpsins en einnig er hægt að krefjast þess að stofnað verði blandað eignarhaldsfélag með höfuðstöðvar í aðildarríki og beita ákvæðum frumvarpsins um dótturfélög þess.
IV. Samræmi við stjórnarskrá og alþjóðlegar skuldbindingar.
Efni frumvarpsins gefur ekki tilefni til að ætla að það stangist á við stjórnarskrá eða alþjóðlegar skuldbindingar.
Með frumvarpinu eru tekin upp í lög hér á landi ákvæði tilskipunar 2002/87/EB, um viðbótareftirlit með fjármálafyrirtækjum og vátryggingafélögum í fjármálasamsteypu, með þeim breytingum sem urðu á tilskipuninni með tilskipun 2011/89/ESB.
V. Samráð.
Frumvarpið er samið af starfshópi með fulltrúum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Fjármálaeftirlitinu og Samtökum fjármálafyrirtækja. Fulltrúar helstu hagsmunaaðila komu því að samningu frumvarpsins.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið birti drög að frumvarpinu á vef þess 5. janúar 2017 og óskaði eftir umsögnum eða athugasemdum. Frestur var gefinn til 23. janúar 2017. Engar umsagnir eða athugasemdir bárust ráðuneytinu.
VI. Mat á áhrifum.
Hér á landi starfa engar fjármálasamsteypur þegar frumvarp þetta er skrifað en gera þarf ráð fyrir að það geti breyst. Því er mikilvægt að lögfesta reglur um fjármálasamsteypur sem fyrst svo að til staðar séu reglur ef slíkar samsteypur verða til og lenda í fjárhagserfiðleikum sem veikt gæti stöðu fjármálakerfisins og haft áhrif á einstaka sparifjáreigendur, vátryggingartaka og fjárfesta. Ákvæði frumvarpsins eru viðbót við lög um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, og lög um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016, og ná yfir viðbótaráhættu sem hlýst af viðamiklum og flóknum samstæðum og stuðla þannig að skilvirku eftirliti með þeim.
Verði frumvarp þetta að lögum munu verða í íslenskri löggjöf ákvæði um framkvæmd viðbótareftirlits með fjármálasamsteypum. Þá munu skyldur sem lagðar eru á eftirlitsskylda aðila og Fjármálaeftirlitið hafa stoð í lögum. Með frumvarpinu er því lagt til að lagaumgjörð sé fyrir hendi ef reynir á viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum hér á landi sem er mikilvægt fyrir íslenskan fjármálamarkað. Þá mun frumvarpið skapa traustari umgjörð um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum og getur dregið úr kerfisáhættu og stuðlað að fjármálastöðugleika. Hertu regluverki er bæði ætlað að draga úr tíðni fjármálaáfalla og stuðla að því að dregið verði úr neikvæðum áhrifum þeirra á efnahagslífið ef þau dynja yfir.
Áhrif frumvarpsins verði það að lögum á Fjármálaeftirlitið og einstök fjármálafyrirtæki og vátryggingafélög verða óveruleg þar sem þau starfa nú þegar samkvæmt reglum nr. 165/2014, um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum. Helstu áhrif frumvarpsins á Fjármálaeftirlitið eru krafa um aukið samráð við eftirlitsstjórnvöld annarra aðildarríkja. Frumvarpið getur haft áhrif til sveiflujöfnunar fyrir hagkerfið þar sem heimildir Fjármálaeftirlitsins eru auknar til eftirlits með fjármálasamsteypum og er þannig hægt að bregðast við þenslu eða samdráttarmerkjum í hagkerfinu í gegnum fjármálamarkaðinn.
Samvinna eftirlitsstjórnvalda á milli ríkja er nauðsynleg til að unnt sé að framkvæma yfirgripsmikið og nákvæmt eftirlit með áhættu hjá stórum, flóknum og alþjóðlegum fjármálasamsteypum. Slík samvinna felst í því að eftirlitsstjórnvöld ríkja vinna saman að því að safna upplýsingum og gera áætlun um eftirlit en eftirlit samsteypu á að vera samhliða eftirliti með eftirlitsskyldum aðilum en ekki koma í stað þess.
Samvinna er einnig nauðsynleg til að tryggja árangursríkt eftirlit með fjármálasamsteypum sérstaklega þar sem samsteypur eru með höfuðstöðvar utan aðildarríkja og þarf viðbótareftirlit því að ná til allra félaganna í samsteypunni.
Varðandi mat á efnahagslegum áhrifum frumvarpsins þá er líklegt að með auknum kröfum um viðbótareftirlit verði dregið úr hættu á fjármálaáföllum fyrir raunhagkerfið og ríkissjóð. Kröfur um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum draga jafnframt úr hættu á smitáhrifum á milli fjármála- og vátryggingasviðs fjármálamarkaðar.
Ákvæði um upplýsingaskyldu auka gagnsæi og styrkja mat á umgjörð markaðarins.
Hvorki er gert ráð fyrir að þær breytingar sem í frumvarpinu felast muni hafa teljandi áhrif á skatttekjur ríkissjóðs af fjármálafyrirtækjum frá því sem nú er né á rekstrargjöld í þessum málaflokki. Verði frumvarpið óbreytt að lögum verður ekki séð að það muni hafa áhrif á afkomu ríkissjóðs.
Um einstakar greinar frumvarpsins.
Um 1. gr.
Um 2. gr.
Um 3. gr.
Um 4. gr.
Um 5. gr.
Um 6. gr.
Um 7. gr.
Um 8. gr.
Um 9. gr.
Um 10. gr.
Ákvæði 2.–4. mgr. greinarinnar eru í samræmi við 2. mgr. 4. gr. tilskipunar 2002/87/EB og þar kemur fram hvenær Fjármálaeftirlitinu er skylt að tilkynna um fjármálasamsteypur. Málsgreinarnar eru efnislega samhljóða 11. gr. reglna nr. 165/2014, um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum.
Um 11. gr.
Um 12. gr.
Um 13. gr.
Um 14. gr.
Um 15. gr.
Um 16. gr.
Um 17. gr.
Um 18. gr.
Um 19. gr.
Um 20. gr.
Um 21. gr.
Um 22. gr.
Um 23. gr.
Um 24. gr.
Um 25. gr.
Að undanskilinni þessari grein felur viðbótareftirlit með fjármálasamsteypu ekki í sér að Fjármálaeftirlitinu beri skylda til þess að hafa eftirlit á einingargrunni með starfsemi þeirri sem blönduð eignarhaldsfélög í fjármálastarfsemi, eftirlitsskyldir aðilar utan aðildarríkja eða fyrirtæki innan fjármálasamsteypu, sem ekki eru eftirlitsskyld, hafa með höndum. Þetta er í samræmi við 5. mgr. 5. gr. tilskipunar 2002/87/EB. Sambærilegt ákvæði er í 15. gr. reglna nr. 165/2014, um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum.
Um 26. gr.
Um 27. gr.
Ákvæðið tekur eðlilega eingöngu til þeirrar skyldu sem Fjármálaeftirlitið ber hér á landi með tilliti til upplýsingaskipta við eftirlitsstjórnvöld annarra aðildarríkja. Í öðrum aðildarríkjum fyrirfinnast sambærileg ákvæði við 27. gr. frumvarpsins, þar sem umræddum stjórnvöldum er skylt að skiptast á upplýsingum og hafa samráð við Fjármálaeftirlitið. Í sumum tilvikum getur það gerst að Fjármálaeftirlitið sem eftirlitsstjórnvald fjármálasamsteypu þyrfti að leita til eftirlitsstjórnvalds annars aðildarríkis þar sem móðurfélag fjármálasamsteypu hefur höfuðstöðvar og óska eftir að eftirlitsstjórnvaldið afli upplýsinga frá móðurfélaginu sem skipta máli fyrir framkvæmd viðbótareftirlits og sendi Fjármálaeftirlitinu þær upplýsingar. Í því sambandi ber þó að huga að því hvort upplýsingarnar hafa þegar verið veittar eftirlitsstjórnvaldi í samræmi við sérákvæði vegna eftirlits með einstökum aðilum innan fjármálasamsteypu, til að mynda fjármálafyrirtæki eða vátryggingafélagi, eða, eftir atvikum, vegna eftirlits með eignarhaldsfélögum þeirra eða í tengslum við könnun á fjárhagsstöðu fyrirtækja sem eru ekki eftirlitsskyld innan fjármálasamsteypu. Í slíkum tilfellum ættu upplýsingaskiptin að eiga sér stað á milli Fjármálaeftirlitsins og viðkomandi eftirlitsstjórnvalds með beinum hætti, án þess að kallað væri eftir nýjum gögnum frá viðkomandi eftirlitsskyldum aðilum.
Um 28. gr.
Um 29. gr.
Um 30. gr.
Um 31. gr.
Um 32. gr.
Um 33. gr.
Um viðauka.
1 Directive 2002/87/EC of the European Parliament and of the Council of 16 December 2002 on the supplementary supervision of credit institutions, insurance undertakings and investment firms in a financial conglomerate and amending Council Directives 73/239/EEC, 79/267/EEC, 92/49/EEC, 92/96/EEC, 93/6/EEC and 93/22/EEC, and Directives 98/78/EC and 2000/12/EC of the European Parliament and of the Council. 2 Directive 2011/89/EU of the European Parliament and of the Council of 16 November 2011 amending Directives 98/78/EC, 2002/87/EC, 2006/48/EC and 2009/138/EC as regards the supplementary supervision of financial entities in a financial conglomerate. 3 Directive 2013/36/EU of the European Parliament and of the Council of 26 June 2013 on access to the activity of credit institutions and the prudential supervision of credit institutions and investment firms, amending Directive 2002/87/EC and repealing Directives 2006/48/EC and 2006/49/EC. 4 Directive 2009/138/EC of the European Parliament and of the Council of 25 November 2009 on the taking-up and pursuit of the business of Insurance and Reinsurance.