Ferill 137. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 196  —  137. mál.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um radíókerfi og fjarskiptakerfi.

Frá Svandísi Svavarsdóttur.


     1.      Hvernig telur ráðherra að bregðast skuli við truflunum í almennum radíókerfum hér á landi sem hafa færst í vöxt undanfarið og þeim öryggisbresti sem þessu fylgir?
     2.      Hvernig sér ráðherra fyrir sér þróun nettenginga og fjarskiptakerfa hér á landi í framtíðinni, m.a. með tilliti til tækni á borð við nettengingar um gervihnetti, og hver eru viðhorf ráðherra til eignarhalds á slíkum kerfum með tilliti til fjarskiptaöryggis?