Ferill 166. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 233  —  166. mál.




Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um ríkisjarðir.

Frá Silju Dögg Gunnarsdóttur.


     1.      Hver er stefna ríkisstjórnarinnar varðandi ríkisjarðir? Hyggst ráðherra láta endurmeta stefnu á sviði jarðamála ríkisins?
     2.      Hefur ráðherra í hyggju að leggja mat á kosti og galla þess að ráðstafa ríkisjörðum til ábúðar?
     3.      Hyggst ráðherra láta endurskoða ábúðarkerfi ríkisjarða til þess að stuðla að markvissri nýtingu þeirra í þágu landbúnaðar?
     4.      Ætlar ráðherra að láta framkvæma sérstaka úttekt á ábúðarkerfinu, meta gildi þess og árangur og leggja mat á aðra valkosti en núverandi fyrirkomulag? Ef svo er, yrðu allar ríkisjarðir í slíkri úttekt eða aðeins ábúðarjarðir og hvenær lægi úttektin fyrir?
     5.      Yrðu í þess konar úttekt kannaðir sérstaklega þættir eins og umfang kerfisins, afkoma bænda í kerfinu, skipti á ábúendum, tekjur og gjöld ríkisins af kerfinu, mat á samfélagslegum þáttum, mat á kostum og göllum á núverandi fyrirkomulagi eða aðrir þættir?


Skriflegt svar óskast.