Ferill 169. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 236  —  169. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um valfrjálsa bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum (OPCAT).

Frá Birgittu Jónsdóttur.


     1.      Hvernig er unnið að undirbúningi innleiðingar á valfrjálsri bókun við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu, sem samþykkt var af hálfu Alþingis 19. desember 2015, og hvenær er áætlað að eftirlit samkvæmt henni hefjist?
     2.      Hefur verið haft samráð við ráðgefandi aðila hjá Sameinuðu þjóðunum eða alþjóðleg félagasamtök, t.d. Samtök um forvarnir gegn pyndingum (e. Association for the Prevention of Torture), við undirbúning innleiðingarinnar?
     3.      Hvernig er samráði við hlutaðeigandi hagsmunaaðila háttað við innleiðingu innlends eftirlits sem kveðið er á um í bókuninni?