Ferill 171. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 238  —  171. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um heilbrigðisþjónustu
veitta erlendum ferðamönnum.


Frá Hönnu Katrínu Friðriksson.


     1.      Hve margir erlendir ferðamenn leituðu heilbrigðisþjónustu hér á landi á tímabilinu 2009–2016? Svar óskast sundurliðað eftir ári og heilbrigðisumdæmi.
     2.      Hve hátt hlutfall af öllum komum á heilbrigðisstofnanir voru komur erlendra ferðamanna á umræddu tímabili? Svar óskast sundurliðað eftir ári og heilbrigðisumdæmi.
     3.      Hvernig er fyrirkomulagi greiðslu fyrir heilbrigðisþjónustu sem veitt er erlendum ferðamönnum háttað, annars vegar vegna þeirra sem koma frá löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins og hins vegar þeirra sem koma frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins?
     4.      Hverjar voru heildargreiðslur erlendra ferðamanna fyrir veitta heilbrigðisþjónustu á umræddu tímabili? Svar óskast sundurliðað eftir ári, heilbrigðisumdæmi og eftir því hvort ferðamenn koma frá landi innan eða utan Evrópska efnahagssvæðisins.


Skriflegt svar óskast.