Ferill 173. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 240  —  173. mál.
Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um framlagningu frumvarpa er varða upplýsinga- og tjáningarfrelsi.

Frá Smára McCarthy.


     1.      Hvenær hyggst ráðherra leggja fram eftirfarandi fjögur frumvörp sem kynnt voru í september 2016 í samræmi við viljayfirlýsingu Alþingis í þingsályktun nr. 23/138 um að Ísland skapaði sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis:
       a.      frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjarskipti og lögum um meðferð sakamála (afnám gagnageymdar),
       b.      frumvarp til laga um breytingu á lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu (takmörkun á ábyrgð hýsingaraðila),
       c.      frumvarp til nýrra laga um ærumeiðingar,
       d.      frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum (verndarandlag hatursáróðurs)?
     2.      Hvernig telur ráðherra að uppfyllt hafi verið sú ályktun Alþingis að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis án framlagningar framangreindra lagafrumvarpa?

                                  
Skriflegt svar óskast.