Ferill 187. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 258  —  187. mál.




Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um hamfarasjóð.

Frá Ara Trausta Guðmundssyni.


     1.      Hvenær er að vænta aðgerða í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá 16. febrúar 2016 um stofnun hamfarasjóðs til að fjármagna forvarnir og samhæfingu verkefna vegna náttúruvár og greiða kostnað og bætur vegna náttúruhamfara?
     2.      Er gert ráð fyrir að sett verði á laggirnar sérstök stofnun til að sinna verkefnum hamfarasjóðs eða hvernig verður þeim sinnt að öðrum kosti?
     3.      Hvernig sér ráðherra fyrir sér að nægt fjármagn til sjóðsins verði tryggt?