Ferill 226. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 317  —  226. mál.




Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um húsnæðisbætur.

Frá Steinunni Þóru Árnadóttur.


     1.      Hvenær hyggst ráðherra, í samræmi við 30. gr. laga um húsnæðisbætur, nr. 75/2016, gera breytingar á fjárhæðum frítekjumarka miðað við árstekjur í 17. gr. laganna þannig að t.d. öryrkjar sem búa einir og hafa einungis greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins sér til framfærslu njóti fullra húsnæðisbóta?
     2.      Mun ráðherra beita sér fyrir breytingum á lögunum til að koma í veg fyrir að uppbætur á lífeyri, svo sem vegna lyfjakostnaðar, og desemberuppbót skerði húsnæðisbætur?