Ferill 247. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 339  —  247. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um skattrannsókn á grundvelli keyptra gagna.

Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.


     1.      Hve margir aðilar með íslenska kennitölu koma fyrir í gögnum sem skattrannsóknarstjóri keypti sumarið 2015 og gjarnan eru kennd við Panama?
     2.      Hversu mörg mál hafa verið tekin til formlegrar rannsóknar á grundvelli upplýsinga úr gögnunum og hve mörg þeirra hafa leitt til endurálagningar eða ákæru?
     3.      Hversu háum fjárhæðum nemur endurálagning opinberra gjalda á grundvelli gagnanna, annars vegar í heild og hins vegar eftir tegundum opinberra gjalda?
     4.      Hversu háum fjárhæðum nema sektir og önnur viðurlög í umræddum málum?
     5.      Hve margir einstaklingar annars vegar og lögaðilar hins vegar hafa sætt endurálagningu á grundvelli gagnanna og hvernig skiptast fjárhæðir endurálagningar og sekta og annarra viðurlaga milli einstaklinga, félaga í rekstri, eignarhaldsfélaga og annarra félagsforma?
     6.      Í hve mörgum tilfellum og fyrir hve stórum hluta krafna vegna endurálagningar hefur ríkissjóður trygg veð?
     7.      Hve mörgum málum sem urðu til vegna upplýsinga úr Panamaskjölunum er enn ólokið og hversu háum fjárhæðum má gera ráð fyrir að endurálagning geti numið?


Skriflegt svar óskast.