Ferill 249. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 342  —  249. mál.




Fyrirspurn


til félags- og jafnréttismálaráðherra um ráðstöfunartekjur aldraðra og öryrkja.

Frá Smára McCarthy.


     1.      Hvernig var tekjudreifing aldraðra og öryrkja 1. febrúar 2017, með og án atvinnutekna, og hvernig var hún 1. febrúar 2016? Svar óskast sundurliðað eftir tekjutíundum, sérstaklega er óskað frekari tölfræðiupplýsinga um fyrstu og tíundu tíund ef þær eru fyrir hendi.
     2.      Telur ráðherra að breytingar á lögum um almannatryggingar sem tóku gildi 1. janúar sl. hafi bætt ráðstöfunartekjur öryrkja og aldraðra?
     3.      Hyggst ráðherra láta fara fram heildarúttekt á árangri laganna með það fyrir augum að bæta hag þessara hópa frekar?


Skriflegt svar óskast.