Ferill 132. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 361  —  132. mál.




Svar


félags- og jafnréttismálaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um lífeyrisgreiðslur almannatrygginga.


     1.      Hver yrði árlegur aukakostnaður ríkissjóðs við almannatryggingakerfið ef hætt yrði að skerða bætur vegna tekna lífeyrisþega, maka eða sambúðarmaka? Svar óskast sundurliðað eftir tekjum lífeyrisþega annars vegar og tekjum maka eða sambúðarmaka hins vegar.
    Ef hætt yrði að skerða bætur vegna eigin tekna lífeyrisþega yrði aukakostnaður ríkissjóðs 48.068 millj. kr. á ári, sbr. töflu 1.

Tafla 1. Kostnaður ríkissjóðs ef hætt yrði að skerða bætur vegna eigin tekna lífeyrisþega.

Örorkulífeyrir Ellilífeyrir Samtals
Elli-/örorkulífeyrir 565 33.316 33.881
Aldurstengd örorkuuppbót 276 276
Tekjutrygging 6.504 6.504
Heimilisuppbót 419 1.896 2.315
Framfærsluuppbót 5.092 5.092
Samtals 12.856 35.212 48.068

    Ef hætt yrði að skerða bætur vegna eigin atvinnutekna lífeyrisþega yrði aukakostnaður ríkissjóðs 5.673 millj. kr. á ári, sbr. töflu 2.

Tafla 2. Kostnaður ríkissjóðs ef hætt yrði að skerða bætur vegna eigin atvinnutekna lífeyrisþega.

Örorkulífeyrir Ellilífeyrir Samtals
Elli-/örorkulífeyrir 497 2.356 2.853
Aldurstengd örorkuuppbót 254 254
Tekjutrygging 1.639 1.639
Heimilisuppbót 88 92 180
Framfærsluuppbót 747 747
Samtals 3.225 2.448 5.673

    
    Ef hætt yrði að skerða bætur vegna eigin lífeyrissjóðstekna lífeyrisþega yrði aukakostnaður ríkissjóðs 37.012 millj. kr. á ári, sbr. töflu 3.

Tafla 3. Kostnaður ríkissjóðs ef hætt yrði að skerða bætur vegna eigin lífeyrissjóðstekna lífeyrisþega.

Örorkulífeyrir Ellilífeyrir Samtals
Elli-/örorkulífeyrir 0 27.884 27.884
Aldurstengd örorkuuppbót 0 0
Tekjutrygging 4.206 4.206
Heimilisuppbót 301 1.681 1.982
Framfærsluuppbót 2.940 2.940
Samtals 7.447 29.565 37.012

Tafla 4. Kostnaður ríkissjóðs ef hætt yrði að skerða bætur vegna eigin fjármagnstekna lífeyrisþega.

Örorkulífeyrir Ellilífeyrir Samtals
Elli-/örorkulífeyrir 36 3.504 3.540
Aldurstengd örorkuuppbót 11 11
Tekjutrygging 288 288
Heimilisuppbót 15 200 215
Framfærsluuppbót 173 173
Samtals 523 3.704 4.227

    Ef hætt yrði að skerða bætur vegna annarra eigin tekna lífeyrisþega (liður 96 á skattframtali) yrði aukakostnaður ríkissjóðs 220 millj. kr. á ári, sbr. töflu 5.

Tafla 5. Kostnaður ríkissjóðs ef hætt yrði að skerða bætur vegna annarra eigin tekna lífeyrisþega.

Örorkulífeyrir Ellilífeyrir Samtals
Elli-/örorkulífeyrir 17 89 106
Aldurstengd örorkuuppbót 6 6
Tekjutrygging 82 82
Heimilisuppbót 3 4 7
Framfærsluuppbót 19 19
Samtals 127 93 220

    Ástæða þess að samanlagður kostnaður við að afnema tekjutengingar í einstökum tekjuliðum er lægri en heildarkostnaður við að hætta alfarið að skerða bætur vegna eigin tekna lífeyrisþega er sá að þegar einstaka tekjuliðir eru teknir út taka aðrir tekjuliðir alla krónu á móti krónu tengingu við framfærsluuppbót en þegar tekjutenging er alfarið afnumin þá skiptist sú skerðing hlutfallslega á milli allra tekjuliða.
    Tenging við tekjur maka var felld niður í almannatryggingakerfinu í apríl 2008. Á þetta bæði við um lífeyrisþega í hjónabandi og í sambúð.

     2.      Hver yrði árlegur aukakostnaður ríkissjóðs við almannatryggingakerfið ef örorkulífeyrisþegar hefðu eitt frítekjumark, 1.315.200 kr. á ári, óháð því hvaðan tekjur kæmu?
    Ekki kemur fram gagnvart hvaða bótaflokkum það frítekjumark sem hér er vísað til skuli gilda. Tekjutengdir bótaflokkar örorkulífeyrisþega eru margir og eru þeir allir með mismunandi frítekjumörk. Frítekjumark örorkulífeyris og aldurstengdrar örorkuuppbótar er 2.575.220 kr. á ári sem er talsvert hærra en það frítekjumark sem fram kemur í fyrirspurninni, 1.315.200 kr. á ári, en það er upphæð sértæks frítekjumarks atvinnutekna gagnvart tekjutryggingu og heimilisuppbót. Hér er því gert ráð fyrir að það sé aðeins gagnvart þeim bótaflokkum, þ.e. tekjutryggingu, heimilisuppbót og framfærsluuppbót, sem leggja eigi niður sértæku frítekjumörkin og taka upp eitt almennt frítekjumark sem nemur þessari upphæð. Að öðrum kosti myndu bætur fjölmargra öryrkja lækka við breytinguna.
    Kostnaður ríkissjóðs við breytinguna yrði 2.024 millj. kr. á ári, sbr. töflu 6.

Tafla 6. Kostnaður ríkissjóðs ef örorkulífeyrisþegar hefðu eitt frítekjumark við útreikning tekjutryggingar, heimilisuppbótar og framfærsluuppbótar.

Örorkulífeyrir 0
Aldurstengd örorkuuppbót 0
Tekjutrygging 1.935
Heimilisuppbót 157
Framfærsluuppbót -68
Samtals 2.024

    Ástæða þess að kostnaður vegna framfærsluuppbótar lækkar er sú að hækkun tekjutryggingar og heimilisuppbótar leiðir til lækkunar á greiðslum framfærsluuppbótar.
    Vert er að taka fram að þær fjárhæðir sem hér koma fram sýna heildaráhrif breytinganna og hafa þá einnig verið taldir með þeir sem myndu fá lægri bætur vegna hennar, en rúmlega tvö þúsund örorkulífeyrisþegar mundu tapa á breytingunni og mundi sú fjárhæð verða hæst 17.628 kr. á mánuði hjá þeim sem fullnýta í dag öll sértæku frítekjumörkin og fá bæði greidda tekjutryggingu og heimilisuppbót.

     3.      Hver yrði árlegur aukakostnaður ríkissjóðs við almannatryggingakerfið af því að fella sérstaka uppbót á lífeyri vegna framfærslu skv. 2. mgr. 9. gr. laga um félagslega aðstoð inn í tekjutryggingu skv. 22. gr. laga um almannatryggingar þannig að hætt yrði að skerða uppbótina „krónu á móti krónu“ vegna annarra tekna lífeyrisþega?
    Fjárhæð framfærsluuppbótar hjá tekjulausum örorkulífeyrisþegum fer eftir því hversu háa upphæð þeir fá í aldurstengda örorkuuppbót og eftir því hvort þeir búa einir eða ekki. Fjárhæðin fer úr því að vera 4.953 kr. á mánuði hjá þeim sem búa með öðrum og eru með hæstu mögulegu aldurstengda örorkuuppbót í að vera 59.000 kr. á mánuði hjá þeim sem búa einir og eru með lægstu mögulegu aldurstengda örorkuppbót. Þetta leiðir til þess að ef komast á hjá því að hluti öryrkja fái lægri bætur en áður vegna þessarar breytingar þarf hækkun tekjutryggingar að vera jafn há og framfærsluuppbótin sem lögð er niður getur mest orðið. Því er hér miðað við að framfærsluuppbót verði lögð niður en í staðinn verði tekjutryggingin hækkuð um 59.000 kr. á mánuði. Miðað við þá forsendu verður kostnaður ríkissjóðs við þessa breytingu 10.893 millj. kr. á ári, sbr. töflu 7.

Tafla 7. Kostnaður ríkissjóðs ef framfærsluuppbót yrði lögð niður og tekjutrygging hækkuð um 59.000 kr. á mánuði.

Örorkulífeyrir 0
Aldurstengd örorkuuppbót 0
Tekjutrygging 13.039
Heimilisuppbót 114
Framfærsluuppbót -2.260
Samtals 10.893