Ferill 303. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 415  —  303. mál.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um Hvalfjarðargöng.

Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.


     1.      Hefur ráðherra, í ljósi þess að skilmálar um gerð og rekstur Hvalfjarðarganga gera ráð fyrir því að eignarhald á þeim færist til ríkisins þegar þau hafa verið greidd að fullu og tveir áratugir liðnir frá opnun þeirra, átt viðræður við fulltrúa rekstraraðila vegganganna, Spalar ehf., um yfirtöku ríkisins á göngunum?
     2.      Er hafinn undirbúningur að yfirtöku ríkisins á Hvalfjarðargöngum?
     3.      Eru áform um að halda gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum áfram eftir yfirtöku ríkisins á þeim?
     4.      Eru áform um önnur veggöng undir Hvalfjörð með tilliti til vaxandi umferðar og öryggissjónarmiða og ef svo er, hvenær sér ráðherra fyrir sér að þær framkvæmdir hæfust og hvernig yrðu þær fjármagnaðar?


Skriflegt svar óskast.