Ferill 327. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 446  —  327. mál.




Fyrirspurn


til forseta Alþingis um þingfararkostnað.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hver hefur verið árlegur þingfararkostnaður alþingismanna frá árinu 2006, sundurliðaður eftir einstökum liðum, þ.e. húsnæðis- og dvalarkostnaði, álagi á húsnæðis- og dvalarkostnað, húsnæðis- og dvalarkostnaði vegna heimanaksturs, ferðakostnaði í kjördæmum og starfskostnaði?
     2.      Hver hefur verið árlegur meðalkostnaður á hvern þingmann á sama tíma, sundurliðaður eftir fyrrgreindum liðum?
     3.      Hver hefur verið mánaðarlegur þingfararkostnaður á hverju kosningaári frá árinu 2006, sundurliðaður eftir fyrrgreindum liðum?
     4.      Hver hefur verið mánaðarlegur þingfararkostnaður á hverju kosningaári á sama tíma ef þeir þingmenn sem ekki sóttust eftir endurkjöri eru undanskildir?
     5.      Hver hefur verið árlegur ferðakostnaður alþingismanna innan lands frá árinu 2006 og hvernig skiptist hann á milli bílaleigubíla, eigin bíla, flugfargjalda, annarra farkosta, gistikostnaðar og dagpeninga sé þeim til að dreifa?
     6.      Hver hefur verið mánaðarlegur ferðakostnaður á hverju kosningaári á fyrrgreindu tímabili ef þeir þingmenn sem ekki sóttust eftir endurkjöri eru undanskildir?
     7.      Er marktækur munur á fjárhæðum einstakra liða þingfararkostnaðar á kosningaári og öðrum árum?
     8.      Hvernig greinir forseti á milli hefðbundins þingfararkostnaðar vegna almennra þingstarfa og útgjalda þingmanns sem sækist eftir endurkjöri á kosningaári?


Skriflegt svar óskast.