Ferill 133. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 454  —  133. mál.




Svar


forsætisráðherra við fyrirspurn frá Eygló Harðardóttur um íbúðafjárfestingu.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hver hefur verið árleg spá Seðlabanka Íslands á síðustu tíu árum um íbúðafjárfestingu og hver hefur verið reyndin?
     2.      Á hvaða gögnum byggðust fyrrgreindar spár?


    Eftirfarandi tafla sýnir samanburð á spám Seðlabanka Íslands um íbúðafjárfestingu eitt ár fram í tímann sem birtar voru í nóvemberhefti Peningamála árin 2007–2016 og nýjustu mælingar Hagstofu Íslands á fjárfestingu hvers árs. Þar sem tölur fyrir fjórða ársfjórðung 2016 liggja ekki fyrir sýnir taflan samanburð á spám bankans fyrir fyrstu þrjá fjórðunga árins.

     Spár Seðlabankans um íbúðafjárfestingu 2007–2016.

Magnaukning milli ára (%) Milljarðar kr. á verðlagi 2005
Spá SÍ Útkoma Munur Spá SÍ Útkoma Munur
2007 -4,9 13,2 18,1 63,3 77,1 13,8
2008 1,9 -21,9 -23,8 76,7 60,2 -16,4
2009 -24,4 -55,7 -31,3 39,4 26,7 -12,7
2010 -13,4 -18,0 -4,6 29,1 21,9 -7,2
2011 24,2 5,4 -18,8 25,8 23,1 -2,8
2012 21,6 6,9 -14,7 30,4 24,7 -5,8
2013 17,5 10,8 -6,7 31,9 27,3 -4,5
2014 24,5 14,8 -9,7 36,9 31,4 -5,5
2015 21,5 -3,1 -24,6 41,5 30,4 -11,1
1.–3. ársfj. 2016 17,9 18,7 0,8 26,0 25,7 -0,3
Spár Seðlabankans um íbúðafjárfestingu 1 ár fram í tímann úr nóvemberhefti Peningamála hvers árs.
Spáin fyrir árið 2016 er spá fyrir fyrstu þrjá fjórðunga ársins.

    Eins og taflan sýnir hefur íbúðafjárfesting reynst minni en Seðlabankinn spáði flest árin. Munurinn er jafnan nokkur þegar horft er á magnvöxtinn en þegar haft er í huga að um er að ræða tiltölulega lágar krónutölur sést að munurinn er yfirleitt ekki sérlega mikill. Stærstu frávikin eru árin í kringum fjármálakreppuna og svo árið 2015. Önnur ár fer spáin nokkuð nærri endanlegri útkomu. Endanlegar tölur fyrir síðasta ár liggja ekki fyrir en þegar horft er til fyrstu þriggja fjórðunga ársins virðist spá bankans um íbúðafjárfestingu í fyrra ætla að ganga ágætlega eftir.
    Þjóðhagslíkan Seðlabankans er notað við spár um íbúðafjárfestingu. Samkvæmt líkaninu ákvarðast íbúðafjárfesting af þróun almennra efnahagsumsvifa, samspili íbúðaverðs og byggingakostnaðar og þróun langtímaraunvaxta. Við mat á þróun íbúðafjárfestingar er einnig horft til vísbendinga af íbúðamarkaði og upplýsinga frá tengiliðum bankans í byggingariðnaði og á íbúðamarkaði