Ferill 341. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 466  —  341. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um laxastofna o.fl.

Frá Bjarna Jónssyni.


     1.      Er hafin vinna við setningu reglugerðar um dreifingu framandi lífvera eins og skylt er skv. 63. gr. laga um náttúruvernd, nr. 60/2013?
     2.      Hver er ábyrgð ráðuneytisins á verndun laxfiska gegn erfðablöndun við framandi laxastofna sem notaðir eru til eldis í sjó hér við land?
     3.      Telur ráðherra að íslenskir laxastofnar eigi sjálfstæðan rétt til tilvistar og áframhaldandi þróunar á eigin forsendum í íslenskri náttúru?
     4.      Telur ráðherra að þess skuli krafist að matsáætlanir vegna fiskeldis séu gerðar af óháðum fagaðilum eða telur hann nægja að fiskeldisfyrirtækin sjái sjálf um gerð slíkra áætlana?
     5.      Áformar ráðherra að efla faglegan og fjárhagslegan styrk eftirlitsstofnana, sem undir ráðuneytið heyra, til að sinna rannsóknum, eftirliti og eftirfylgni á verksviði sínu?


Skriflegt svar óskast.