Ferill 354. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 480  —  354. mál.




Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um Hvalfjarðargöng og þjóðveg um Hvalfjörð.

Frá Bjarna Jónssyni.


     1.      Hver hefur árlegur kostnaður Vegagerðarinnar verið af rekstri Hvalfjarðarganga síðastliðin 10 ár?
     2.      Hver hefur annast innheimtu veggjalda vegna aksturs um Hvalfjarðargöng og hve miklu hefur árleg innheimta veggjalda numið frá því hún hófst?
     3.      Hver hefur árlegur kostnaður vegna innheimtu veggjalda verið undanfarin 10 ár og hverjum hefur hann verið greiddur? Óskað er eftir því að helstu þættir kostnaðarins verði sundurliðaðir í svarinu.
     4.      Hver er meðalbiðtími eða töf vegfarenda vegna innheimtu veggjaldsins?
     5.      Hverju myndi það breyta fyrir afköst Hvalfjarðarganga á álagstímum að fella niður innheimtu veggjalda?
     6.      Hvert hefur verið árlegt framlag Vegagerðarinnar til stofnkostnaðar og viðhalds á þjóðveginum um Hvalfjörð síðastliðin 10 ár og telur ráðherra viðhald hafi verið með þeim hætti að vegurinn hafi ávallt verið raunhæfur valkostur við Hvalfjarðargöngin, eins og fyrirheit voru gefin um?
     7.      Hversu mikið fé má ætla að hefði þurft að veita til viðhalds og uppbyggingar þjóðvegarins um Hvalfjörð frá því að Hvalfjarðargöng voru opnuð ef þeirra hefði ekki notið við?


Skriflegt svar óskast.