Ferill 381. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 510  —  381. mál.




Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um greiningu á áhættu og öryggismálum í ferðamennsku og ferðaþjónustu.

Frá Vilhjálmi Árnasyni.


     1.      Hvaða áhættumat og áhættugreiningar liggja fyrir á sviði ferðamennsku og ferðaþjónustu?
     2.      Hvaða viðbragðs- og öryggisáætlanir liggja fyrir á sviði ferðamennsku og ferðaþjónustu?
     3.      Liggur fyrir fjarskipta- og boðsendingaskipulag á sviði ferðamennsku og ferðaþjónustu? Ef svo er ekki er óskað eftir upplýsingum um hvort slíkt er fyrirhugað eða í vinnslu.
     4.      Ber þjónustuveitendum í ferðamennsku og ferðaþjónustu að framkvæma greiningar eða úttektir samkvæmt framangreindu? Er boðið upp á fræðslu eða leiðbeiningu hvað þetta snertir?
     5.      Hvernig eru viðbrögð við hættu í ferðamennsku og ferðaþjónustu samhæfð og hver hefur yfirumsjón með samhæfingu aðgerða?


Skriflegt svar óskast.