Ferill 430. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 563  —  430. mál.




Tillaga til þingsályktunar


um samstarf Íslands og Bretlands samhliða úrsagnarferli Bretlands úr Evrópusambandinu.


Flm.: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Lilja Alfreðsdóttir.


    Alþingi ályktar að fagna því að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu skuli hafa verið dregin til baka.
    Alþingi ályktar að ekki skuli sótt aftur um aðild að Evrópusambandinu nema fyrir liggi vilji meiri hluta þjóðarinnar til að ganga í sambandið.
    Alþingi ályktar að utanríkisráðherra og önnur hlutaðeigandi stjórnvöld beiti sér fyrir því að viðhalda og bæta viðskiptatengsl Íslands og Bretlands, auk annars tvíhliða samstarfs ríkjanna, samhliða úrsagnarferli Bretlands úr Evrópusambandinu.

Greinargerð.

    Tillagan skýrir sig sjálf.