Ferill 249. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 612  —  249. mál.




Svar


félags- og jafnréttismálaráðherra við fyrirspurn frá Smára McCarthy um ráðstöfunartekjur aldraðra og öryrkja.


     1.      Hvernig var tekjudreifing aldraðra og öryrkja 1. febrúar 2017, með og án atvinnutekna, og hvernig var hún 1. febrúar 2016? Svar óskast sundurliðað eftir tekjutíundum, sérstaklega er óskað frekari tölfræðiupplýsinga um fyrstu og tíundu tíund ef þær eru fyrir hendi.
    Í töflu 1 má sjá tekjudreifingu aldraðra og öryrkja eftir tíundum að atvinnutekjum meðtöldum 1. febrúar 2016 og 1. febrúar 2017. Í töflu 2 er tekjudreifingin sýnd að atvinnutekjum undanskildum. Einnig koma fram upplýsingar um meðaltal og miðgildi tekna hjá hvorum hópi fyrir sig.
    Með tekjum er m.a. átt við greiðslur úr lífeyrissjóðum, fjármagnstekjur, bætur frá Tryggingastofnun ríkisins og meðlagsgreiðslur. Til tekna teljast t.d. ekki vaxta- og barnabætur og húsnæðis- og húsaleigubætur.
    Einungis er miðað við tekjur lífeyrisþega, þ.e. þeirra sem fengu greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins á framangreindum tíma, en ekki tekjur þeirra sem ekki fengu greiðslur, t.d. vegna of hárra tekna eða vegna dvalar á hjúkrunarheimili.

Tafla 1. Tekjudreifing lífeyrisþega eftir tíundum að atvinnutekjum meðtöldum 1. febrúar 2016 og 1. febrúar 2017 auk meðaltals og miðgildis tekna.

Febrúar 2016 2017 2016 2017
Ellilífeyrir Ellilífeyrir Örorkulífeyrir Örorkulífeyrir
Meðaltal 324.484 353.866 309.129 323.548
Miðgildi 280.376 342.195 276.043 295.839
1. tíund 215.519 270.125 212.776 227.883
2. tíund 234.797 290.786 225.130 243.722
3. tíund 248.669 310.161 246.190 267.323
4. tíund 263.146 326.397 256.410 280.000
5. tíund 280.376 342.195 276.043 295.839
6. tíund 301.170 360.022 301.073 319.755
7. tíund 330.155 383.339 326.991 348.471
8. tíund 372.088 414.330 364.684 387.216
9. tíund 470.747 459.603 429.581 446.745
10. tíund 10.412.187* 3.737.855* 8.936.788* 3.216.319*
*Líklega er hér um að ræða einskiptisgreiðslur í febrúar 2016 og febrúar 2017.


Tafla 2. Tekjudreifing lífeyrisþega eftir tíundum að atvinnutekjum undanskildum 1. febrúar 2016 og 1. febrúar 2017 auk meðaltals og miðgildis tekna.


Febrúar 2016 2017 2016 2017
Ellilífeyrir Ellilífeyrir Örorkulífeyrir Örorkulífeyrir
Meðaltal 314.655 343.809 273.853 286.197
Miðgildi 274.670 334.346 250.800 280.000
1. tíund 212.776 260.300 191.562 217.418
2. tíund 231.062 283.110 212.776 227.883
3. tíund 246.800 301.258 223.393 240.775
4. tíund 260.051 318.592 244.463 260.255
5. tíund 274.670 334.346 250.800 280.000
6. tíund 293.718 351.082 271.372 287.777
7. tíund 319.351 372.887 293.352 307.342
8. tíund 356.913 403.090 319.029 338.390
9. tíund 444.764 448.985 367.099 386.020
10. tíund 10.412.187* 3.737.855* 8.936.788* 3.216.319*
*Mjög líklega er hér um einskiptisgreiðslur að ræða í febrúar 2016 og febrúar 2017.

     2.      Telur ráðherra að breytingar á lögum um almannatryggingar sem tóku gildi 1. janúar sl. hafi bætt ráðstöfunartekjur öryrkja og aldraðra?
    Lög nr. 116/2016, sem öðluðust gildi 1. janúar 2017, hafa tvímælalaust aukið ráðstöfunartekjur aldraðra eins og sjá má af töflum 1 og 2 hér að framan. Miklar breytingar voru gerðar á bótakerfi almannatrygginga sem lýtur að öldruðum og þær leiddu til einföldunar jafnframt því sem sveigjanleiki við starfslok var aukinn í kerfinu. Þá voru bætur til aldraðra og öryrkja hækkaðar sérstaklega um síðustu áramót og eru þessum hópum nú tryggðar talsvert hærri ráðstöfunartekjur en þeir höfðu fyrir gildistöku laganna.

     3.      Hyggst ráðherra láta fara fram heildarúttekt á árangri laganna með það fyrir augum að bæta hag þessara hópa frekar?
    Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að ráðast í slíka úttekt, enda mjög skammur tími liðinn frá því að lögin öðluðust gildi. Aftur á móti verður árangur af þeim lagabreytingum sem gerðar voru og varða bótakerfi almannatrygginga vegna ellilífeyris skoðaður mjög vandlega í tengslum við fyrirhugaðar breytingar á bótakerfi vegna örorku. Þó verður að hafa í huga að um ólíka hópa er að ræða og þarfir þeirra fara alls ekki alltaf saman. Því er mikilvægt að samhliða því að meta árangur af þeim breytingum sem þegar hafa verið gerðar, þá verði einnig lagt sjálfstætt mat á það hvaða breytingar á lögunum komi að sem mestu gagni fyrir hvorn hóp fyrir sig.