Ferill 453. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Prentað upp.

Þingskjal 615  —  453. mál.
Skriflegt svar.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um biðlista barna eftir greiningu.

Frá Kötlu Hólm Þórhildardóttur.


     1.      Er ráðherra sammála þeim ummælum félags- og jafnréttismálaráðherra, í umræðum á Alþingi 6. mars sl. um biðlista eftir greiningu, að færa þurfi frumgreiningu á sálrænum og félagslegum erfiðleikum barna inn í menntakerfið?
     2.      Ef svo er, stendur til að auka fjárveitingar til grunnskóla til að ráða sálfræðinga í alla skóla landsins sem geta sinnt skimunum skv. 2. mgr. 40. gr. laga um grunnskóla?
     3.      Stendur til að mennta- og menningarmálaráðuneytið og velferðarráðuneytið taki höndum saman og finni framtíðarlausn á þeim vanda sem biðlistar eftir greiningu eru?


Skriflegt svar óskast.