Ferill 490. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 689  —  490. mál.




Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um djúpborun til orkuöflunar.

Frá Ara Trausta Guðmundssyni.


     1.      Hvernig hyggst ráðherra stuðla að því að niðurstöður úr Íslenska djúpborunarverkefninu (IDDP), sem fólst í borun nærri 5 km djúprar holu á Reykjanesi, og reynsla sem fékkst við framkvæmd þess setji mark á leiðir og lausnir í íslenskri raforkuframleiðslu?
     2.      Með hvaða hætti telur ráðherra að unnt sé að tryggja frekari þróun og framgang í djúpborunum við orkuöflun á háhitasvæðum sem þegar hafa verið virkjuð?
     3.      Telur ráðherra að orkuvinnsla úr djúpum borholum á háhitasvæðum muni breyta forsendum til raforkuframleiðslu í landinu og þá með hvaða hætti?
     4.      Telur ráðherra, með tilliti til þess að gefin hafa verið út leyfi til rannsókna á orkuvinnslugetu háhitasvæða á hafsbotn norðan- og suðvestan við landið, að tryggja þurfi að íslenska ríkið eigi aðild að þeirri orkuöflun sem þar kann að fara fram eða ætti hún að verða í höndum einkaaðila, íslenskra eða erlendra eftir atvikum?
     5.      Eru tæknilegar og umhverfislegar forsendur fyrir orkuvinnslu úr háhitasvæðum á hafsbotni taldar ásættanlegar og í samræmi við sjónarmið um sjálfbæra auðlindanýtingu með tilliti til áhrifa á náttúrufar, efnahag og samfélag?
     6.      Hver er afstaða ráðherra til innheimtu auðlindagjalds af raforkuvinnslu úr fallvötnum og varma- og raforkuvinnslu á jarðhitasvæðum?


Skriflegt svar óskast.