Ferill 161. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 745  —  161. mál.
Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Elsu Láru Arnardóttur um gjöld sem tengjast umferð.


     1.      Hversu miklir fjármunir skila sér í ríkissjóð af bensíngjaldi, bifreiðagjöldum og öðrum gjöldum tengdum umferðinni?
    Í eftirfarandi töflu má sjá tekjur ríkissjóðs af helstu gjöldum tengdum umferðinni síðastliðin fjögur ár. Tekjurnar eru á verðlagi hvers árs og í milljónum króna.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     2.      Hversu stór hluti af þeim fjármunum hefur verið notaður í vegakerfið á undanförnum árum?
    Til einföldunar er miðað við fjármuni til Vegagerðarinnar í stað vegakerfis þar sem sú stofnun sér m.a. um viðhald og framkvæmdir á vegakerfinu.
    Útgjöld Vegagerðarinnar voru á umræddu tímabili annars vegar fjármögnuð með mörkuðum tekjustofnum, þ.e. sérstöku vörugjaldi af bensíni, olíugjaldi, kílómetragjaldi og vitagjaldi, og hins vegar með beinum framlögum úr ríkissjóði. Til upplýsingar má geta þess að í lögum um opinber fjármál, nr. 123/2015, er mælt fyrir um að allar tekjur færist hjá ríkissjóði og að þar sem tekjustofnar eru markaðir gildi það um viðkomandi málefnasvið eða málaflokk en ekki einstakar stofnanir. Til þess að byggja undir þau ákvæði og það hlutverk Alþingis að ákveða hversu miklu fé skuli ráðstafað til eiinstakra málaflokka hverju sinni er nú í vinnslu í fjármála- og efnahagsráðuneytinu frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum þar sem lagt mun verða til að markaðar skatttekjur verði lagðar af.
    Eftirfarandi tafla sýnir þær mörkuðu tekjur sem Vegagerðin hefur fengið á árunum 2013–2016 og bein framlög úr ríkissjóði. Tölurnar eru á verðlagi hvers árs og í milljónum króna.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.