Ferill 498. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 751  —  498. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Svandísi Svavarsdóttur um bifreiðakaup velferðarráðuneytisins.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hversu margar bifreiðar hafa verið keyptar til afnota fyrir velferðarráðuneytið frá því í ársbyrjun 2014, af hvaða tegund eru þær, hvaða eldsneyti notar hver þeirra, hver er uppgefin eldsneytisnotkun hverrar þeirrar og hver er uppgefin losun hverrar þeirra á koltvíoxíði (CO2)?
     2.      Hvernig samræmast bifreiðakaup fyrir ráðuneytið markmiði í tillögu til þingsályktunar um aðgerðaáætlun um orkuskipti (146. mál) um að fimmtungur bifreiða í eigu opinberra aðila verði vistvænn fyrir árið 2020?
     3.      Hefur krafa um að bifreiðar sem keyptar eru til nota fyrir opinbera aðila nýti endurnýjanlega orkugjafa verið í útboðsskilmálum vegna bifreiðakaupa ráðuneytisins eða er áformað að slíkir skilmálar verði settir?


    Í tilfelli velferðarráðuneytisins á þessi fyrirspurn ekki við. Engar bifreiðar hafa verið keyptar frá ársbyrjun 2014 til afnota fyrir ráðherra ráðuneytisins. Öðrum bifreiðum er ekki til að dreifa til afnota fyrir ráðuneytið. Ráðherrabifreiðar ráðuneytisins eru tvær og voru báðar keyptar á árinu 2008 fyrir þáverandi heilbrigðisráðherra og félags- og tryggingamálaráðherra. Fyrir liggur að komið er að endurnýjun á báðum bifreiðum ráðuneytisins og er gert ráð fyrir að krafa um endurnýjanlega orkugjafa verði í útboðsskilmálum.