Ferill 387. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 779  —  387. mál.

2. umræða.


Nefndarálit


um frumvarp til laga um brottfall laga um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga og niðurlagningu Eftirlaunasjóðs starfsmanna Útvegsbanka Íslands.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið. Umsagnir bárust frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga og Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins sameiginlega.
    Með frumvarpinu er annars vegar lagt til að lög um Lífeyrissjóð hjúkrunarfræðinga, nr. 2/1997, verði felld brott og sjóðurinn sameinaður B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Hins vegar er lagt til að Eftirlaunasjóður starfsmanna Útvegsbanka Íslands verði lagður niður. Ríkissjóður greiði réttindi samkvæmt samþykktum sjóðsins. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins annist útreikninga á réttindahlutföllum. Breytingunum er einkum ætlað að draga úr rekstrarkostnaði og eiga ekki að skerða réttindi sjóðfélaga. Umsagnir um frumvarpið voru jákvæðar.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt.
    Smári McCarthy var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 15. maí 2017.

Óli Björn Kárason,
form., frsm.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Brynjar Níelsson.
Katrín Jakobsdóttir. Jón Steindór Valdimarsson. Lilja Alfreðsdóttir.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Vilhjálmur Bjarnason.