Ferill 582. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 899  —  582. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um menntun innflytjenda.

Frá Líneik Önnu Sævarsdóttur.


     1.      Hefur ráðherra skipað starfshóp til þess að fylgja eftir menntastoðinni samkvæmt þingsályktun um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2016–2019, nr. 63/145?
     2.      Telur ráðherra koma til greina að Menntamálstofnun fái það hlutverk að safna upplýsingum og veita grunnskólum og framhaldsskólum ráðgjöf og stuðning við að auka aðgengi innflytjenda að móðurmálskennslu?
     3.      Eftir hvaða leiðum verður veitt fjármagn til að mæta markmiðum áætlunarinnar um íslenskukennslu fyrir foreldra skólabarna með annað móðurmál en íslensku?


Skriflegt svar óskast.