Ferill 106. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 908  —  106. mál.

2. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, lögum um aukatekjur ríkissjóðs, áfengislögum og lögum um gjald af áfengi og tóbaki, með síðari breytingum (smásala áfengis).

Frá meiri hluta allsherjar- og menntamálanefndar (ÁslS, PawB, NicM, VilÁ, BN).


     1.      I. kafli orðist svo:
                  a.      (1. gr.)
                      Á eftir orðinu „smásölu“ í 1. mgr. 1. gr. laganna kemur: ríkisins.
                  b.      (2. gr.)
                      Í stað orðanna „smásölu áfengis“ í a-lið 2. gr. og 3. gr. laganna kemur: smásölu ríkisins á áfengi.
                  c.      (3. gr.)
                      1. mgr. 7. gr. laganna fellur brott.
                  d.      (4. gr.)
                      2. mgr. 9. gr. laganna fellur brott.
                  e.      (5. gr.)
                      1. málsl. 10. gr. laganna fellur brott.
                  f.      (6. gr.)
                      2. málsl. 5. mgr. 11. gr. laganna fellur brott.
                  g.      (7. gr.)
                      14. gr. laganna fellur brott.
     2.      Á eftir 20. gr. komi ný grein sem orðist svo:
                 1. mgr. 10. gr. laganna orðast svo:
                 Útsöluverð á áfengi er frjálst en óheimilt er að selja áfengi undir kostnaðarverði. Með kostnaðarverði er átt við endanlegt innkaupsverð að viðbættum opinberum gjöldum auk virðisaukaskatts.
     3.      21. gr. orðist svo:
                 Í stað 2. mgr. 11. gr. laganna koma fjórar nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                 Sveitarstjórn skal einungis veita smásöluleyfi til sérvöruverslana sem falla undir ÍSAT-flokk 47.2 (smásala á matvöru, drykkjarvöru og tóbaki í sérverslunum) eða selja eingöngu áfengi og vörur til neyslu þess.
                 Sveitarstjórn skal setja eftirfarandi skilyrði fyrir veitingu smásöluleyfis:
                  a.      Afgreiðslutími skal ekki vera lengri en frá kl. 11.00 að morgni til kl. 22.00 að kvöldi.
                  b.      Starfsmenn sem afgreiða áfengi mega ekki vera yngri en 20 ára.
                  c.      Önnur málefnaleg skilyrði, svo sem um staðsetningu verslunar, aðgengi, merkingar o.fl.
                 Sveitarstjórn er heimilt að setja skilyrði um styttri afgreiðslutíma en þann sem getið er um í a-lið 3. mgr.
                 Ráðherra er heimilt að kveða í reglugerð á um að í tilteknum sveitarfélögum verði heimilt að veita undanþágu frá skilyrði 2. mgr. enda sé talið óhagkvæmt sökum fámennis að reka sérverslun einungis með áfengi. Skal ráðherra leita eftir umsögn viðkomandi sveitarfélags. Í þeim tilfellum skal áfengi afmarkað frá annarri söluvöru á bak við afgreiðsluborð eða í sérrými innan verslunar með þeim hætti að það verði ekki sýnilegt viðskiptavinum.
     4.      A-liður 22. gr. orðist svo: 2. málsl. 1. mgr. orðast svo: Ráðherra kveður nánar á um afgreiðslutíma, skilyrði smásöluleyfis og kröfur til eftirlits- og öryggiskerfa í reglugerð, þ.m.t. kröfur til myndupptökukerfa, fyrirkomulag afmörkunar áfengis frá annarri söluvöru o.fl.
     5.      23. gr. orðist svo:
                 20. gr. laganna orðst svo:
                 Viðskiptaboð og fjarkaup fyrir áfengi skulu heimil með þeim takmörkunum sem fram koma í lögunum.
                 Með viðskiptaboðum og fjarkaupum samkvæmt þessari grein er átt við viðskiptaboð og fjarkaup samkvæmt lögum um fjölmiðla, nr. 38/2011.
                 Viðskiptaboð og fjarkaup fyrir áfengi eru óheimil:
                  a.      í sjónvarpsútsendingu milli kl. 7.00 að morgni og kl. 21.00 að kvöldi,
                  b.      í kvikmyndahúsum,
                  c.      í tengslum við íþrótta- eða menningarviðburði,
                  d.      í hljóðvarpi milli kl. 7.00 að morgni og kl. 21.00 að kvöldi,
                  e.      í prentmiðlum sem ætlaðir eru börnum og ungmennum.
                 Viðskiptaboð og fjarkaup fyrir áfengi skulu ekki:
                  a.      beinast að börnum eða ungmennum og alls ekki má sýna börn eða ungmenni í slíkum auglýsingum,
                  b.      tengja áfengisneyslu við bætta líkamlega getu eða við akstur,
                  c.      skapa þá ímynd að áfengisneysla stuðli að bættri félagslegri stöðu eða tengja áfengisneyslu við kynlíf,
                  d.      gefa til kynna að áfengi hafi læknandi áhrif, sé örvandi, deyfandi eða hjálpi til við lausn deilumála,
                  e.      hvetja til óhóflegrar neyslu eða sýna áfengisbindindi eða hóflega neyslu í neikvæðu ljósi,
                  f.      tengja háan vínandastyrkleika áfengra drykkja við gæði þeirra.
                 Viðskiptaboð og fjarkaup fyrir áfengi skulu einungis innihalda upplýsingar um nafn framleiðanda, vörumerki, vörutegund, hráefni sem nýtt er í framleiðslu vörunnar, innihald hennar, uppruna, framleiðslustað, framleiðsluaðferð og áfengisinnihald.
                 Öllum viðskiptaboðum og fjarkaupum fyrir áfengi skal þar að auki fylgja viðvörunin: „Áfengisneysla veldur heilsutjóni.“
                 Óheimilt er að auglýsa léttöl og aðra vöru með sama heiti og sambærileg áfeng vara innan þeirra marka sem kveðið er á um í 3. mgr.
                 Undanþegið framangreindum takmörkunum er:
                  a.      auglýsingar á erlendum tungumálum í erlendum prentritum sem flutt eru til landsins,
                  b.      auðkenni með firmanafni og/eða firmamerki á venjulegum búnaði til áfengisveitinga á veitingastað þar sem áfengisveitingar eru heimilaðar,
                  c.      auðkenni með firmanafni og/eða firmamerki á flutningstækjum áfengisframleiðanda, vöruumbúðum, bréfsefni eða öðru sem beinlínis tengist starfsemi hans.
     6.      28. gr. falli brott.
     7.      29. gr. orðist svo:
                 Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2018 að undanskildu ákvæði 19. gr. sem öðlast gildi 1. janúar 2018.
     8.      30. gr. orðist svo:
                 Við gildistöku laga þessara verða eftirfarandi breytingar á öðrum lögum:
                  a.      Lög nr. 41/2007, um landlækni og lýðheilsu: Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                      Lýðheilsusjóður skal leggja sérstaka áherslu á rannsóknir á áfengisneyslu sem og forvarnaverkefni á sviði áfengisvarna á árunum 2018–2022.
                  b.      Lög nr. 38/2011, um fjölmiðla: Orðin „og áfengi“ í 4. mgr. 37. gr. laganna falla brott.