Ferill 482. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 964  —  482. mál.




Svar


ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn frá Einari Brynjólfssyni um United Silicon.


     1.      Hversu háa ríkisaðstoð hefur United Silicon fengið á grundvelli 5. og 6. gr. fjárfestingarsamnings fyrirtækisins við ríkisstjórn Íslands frá 9. apríl 2014?
    United Silicon hefur á grundvelli tilvitnaðra 5. og 6. gr. fjárfestingarsamningsins samtals notið ríkisaðstoðar upp á 30.648.624 kr. á árunum 2015 og 2016. Nánar tiltekið var umrædd ríkisaðstoð 16.686.725 kr. vegna ársins 2015 og 13.961.900 kr. vegna ársins 2016. Engin ríkisaðstoð var veitt á árinu 2014.

     2.      Hefur United Silicon skilað árlegum skýrslum til ráðuneytisins, eins og kveðið er á um í 19. gr. samningsins, og ef svo er, verða þær skýrslur birtar opinberlega?
    United Silicon hefur sent ráðuneytinu tvær skýrslur um framvindu fjárfestingarverkefnisins, í samræmi við 19. gr. fjárfestingarsamningsins, annars vegar með bréfi sem barst ráðuneytinu 30. janúar 2017 og hins vegar með bréfi sem barst 19. maí 2017. Skýrslurnar eru aðgengilegar, í samræmi við ákvæði upplýsingalaga, nr. 140/2012, og verða birtar á heimasíðu ráðuneytisins.