Ferill 523. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 1039  —  523. mál.
Frumvarp til laga


um breytingu á lögum nr. 30/2007, um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa (kröfur til mönnunar o.fl.).

(Eftir 2. umræðu, 31. maí.)


1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr. laganna:
     a.      Á eftir orðinu „björgunarskipum“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: og vinnuskipum sjókvíaeldisstöðva.
     b.      Í stað orðsins „Björgunarskip“ í 2. málsl. 3. mgr. kemur: Skip samkvæmt þessari málsgrein.
     c.      Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ráðherra skal mæla fyrir um farsvið vinnuskipa sjókvíaeldisstöðva í reglugerðinni.

2. gr.

    Í stað orðanna „12 metrar og styttri“ í 1. málsl. 4. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í lögunum kemur: 15 metrar og styttri.

3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.