Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1043, 146. löggjafarþing 405. mál: vegabréf (samningar um framleiðslu vegabréfa).
Lög nr. 52 14. júní 2017.

Lög um breytingu á lögum um vegabréf, nr. 136/1998, með síðari breytingum (samningar um framleiðslu vegabréfa).


1. gr.

     Við 2. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Þjóðskrá Íslands er heimilt að gera samninga um vegabréf og framleiðslukerfi fyrir vegabréf til allt að tíu ára.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 1. júní 2017.