Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1059, 146. löggjafarþing 553. mál: stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð o.fl. (framkvæmd og dagsetningar).
Lög nr. 63 14. júní 2017.

Lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð, nr. 111/2016, og lögum um opinber fjármál, nr. 123/2015 (framkvæmd og dagsetningar).


I. KAFLI
Breyting á lögum um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð, nr. 111/2016.

1. gr.

     Í stað orðsins „þrjá“ í 5. málsl. 3. mgr. 2. gr. laganna kemur: tólf.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 4. gr. laganna:
  1. Á eftir orðunum „tólf mánuði“ kemur: á almanaksári.
  2. Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Verði ávöxtun iðgjalda neikvæð á tímabilinu getur komið til skerðingar sem því nemur.


3. gr.

     Við 1. mgr. 5. gr. laganna bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Sækja skal um úttekt á uppsöfnuðum iðgjöldum eigi síðar en tólf mánuðum frá undirritun kaupsamnings. Sama gildir um ráðstöfun iðgjalda inn á lán.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:
  1. Við 3. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir um búseturéttarhafa sem hafa nýtt sér ákvæðin til kaupa á búseturétti.
  2. Í stað orðanna „með umsókn“ í 4. mgr. kemur: eigi síðar en sex mánuðum frá gildistöku laga þessara.


5. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
  1. Á eftir orðunum „tólf mánuði“ í 1. málsl. 2. mgr. a-liðar 1. tölul. kemur: á almanaksári.
  2. Við 2. tölul. bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Í stað dagsetningarinnar „30. júní 2017“ í 3. málsl. 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða XVII í lögunum kemur: 30. júní 2019.


II. KAFLI
Breyting á lögum um opinber fjármál, nr. 123/2015.

6. gr.

     Í stað orðanna „1. júní 2017 vegna ársins 2016“ í 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða II í lögunum kemur: 1. júní 2018 vegna ársins 2017.

7. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2017 nema 6. gr. sem öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 1. júní 2017.