Ferill 592. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 1107  —  592. mál.
Svar


mennta- og menningarmálaráðherra við fyrirspurn frá Ástu Guðrúnu Helgadóttur um kostnað vegna dómsmála Lánasjóðs íslenskra námsmanna.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hver hefur kostnaður Lánasjóðs íslenskra námsmanna verið við málarekstur fyrir íslenskum dómstólum á ári frá árinu 2000? Svar óskast sundurliðað eftir árum, á verðlagi hvers árs og verðlagi ársins 2016.

    Fyrirspurnin var send til Lánasjóðs íslenskra námsmanna en þaðan fengust þau svör að ekki væri haldið sérstaklega utan um lögfræðikostnað í bókhaldi sem væri tilkominn vegna málareksturs sjóðsins. Aðkeypt lögfræðiþjónusta væri margvísleg, t.d. vegna almennrar innheimtuþjónustu, málareksturs fyrir dómstólum, gerðar minnisblaða o.s.frv.
    Ráðherra hefur ekki aðgang að öðrum upplýsingum um málið.