Ferill 537. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Prentað upp.

Þingskjal 1110  —  537. mál.
Leiðréttur texti.
Svar


ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn frá Elsu Láru Arnardóttur um þróun ferðaþjónustu.


     1.      Hver er fjöldi fyrirtækja á Íslandi núna sem býður upp á gistingu, hver var fjöldinn fyrir 10 árum og fyrir 20 árum?
    Upplýsingar miðast við heildarfjölda gististaða á landinu öllu og allar tegundir gistingar í júlí árin 1998, 2008 og 2016 samkvæmt vef Hagstofu Íslands.
Ár Fjöldi
1998 653
2008 696
2016 1.089

     2.      Hver er fjöldi fyrirtækja á Íslandi núna sem býður upp á afþreyingu tengda ferðaþjónustu, hver var fjöldinn fyrir 10 árum og fyrir 20 árum?
    Allir sem bjóða upp á skipulagðar ferðir þurfa til þess leyfi frá Ferðamálastofu og miðast svarið því við þá sem hafa slík leyfi. Önnur afþreying í ferðaþjónustu er margs konar, svo sem sund, golfvellir, söfn o.fl.
Ár Fjöldi
1997 Upplýsingar liggja ekki fyrir
2007 150
2017 1.348

     3.      Hver er fjöldi bílaleiga á Íslandi núna, hver var fjöldinn fyrir 10 árum og fyrir 20 árum?
    Upplýsingar miðast við fjölda bílaleiga í gagnagrunni Ferðamálastofu. 1
Ár Fjöldi
1997 33
2007 56
2017 131

     4.      Hver er fjöldi rútufyrirtækja á Íslandi núna, hver var fjöldinn fyrir 10 árum og fyrir 20 árum?
    Samkvæmt gagnagrunni Ferðamálastofu voru 15 skráðir með leyfi til að bjóða upp á leigu á hópferðabifreiðum árið 1997. Tíu árum síðar eru skráðir hópferðaleyfishafar samkvæmt vef Vegagerðarinnar 366 talsins. Nú er það Samgöngustofa sem heldur utan um hópferðaleyfi og í maí 2017 var 601 skráður með rekstrarleyfi til fólksflutninga í samræmi við lög nr. 73/2001, um fólksflutninga og farmflutninga á landi, þ.e. leyfi til þeirra sem aka með fólk gegn gjaldi á bifreið sem gerð er fyrir níu farþega eða fleiri. Vegna breyttra skilgreininga og þróunar leyfismála er erfitt að svara spurningunni með afgerandi hætti.

     5.      Hver er fjöldi ferðaskrifstofa á Íslandi núna, hver var fjöldinn fyrir 10 árum og fyrir 20 árum?
Ár Fjöldi
1997 Upplýsingar liggja ekki fyrir
2007 68
2017 308

     6.      Hver er fjöldi starfandi leiðsögumanna á Íslandi núna, hver var fjöldinn fyrir 10 árum og fyrir 20 árum?
    Samkvæmt upplýsingum frá Félagi leiðsögumanna eru skráðir félagar nú um 1.300–1.400. Samkvæmt mati félagsins er áætlað að annar eins hópur sé starfandi, jafnvel fleiri. Ekki liggur fyrir opinber skráning á fjölda starfandi leiðsögumanna á Íslandi.

     7.      Hver er fjöldi menntaðra leiðsögumanna á Íslandi núna, hver var fjöldinn fyrir 10 árum og fyrir 20 árum?
    Samkæmt skrá á vef Félags leiðsögumanna eru fagmenntaðir leiðsögumenn nú 893 talsins. Samkvæmt upplýsingum frá Endurmenntun Háskóla Íslands hafa 217 einstaklingar útskrifast úr leiðsögunámi þar frá því að námið hóf göngu sína árið 2008. Samkvæmt upplýsingum frá Leiðsöguskólanum í Menntaskólanum í Kópavogi var fjöldi útskrifaðra nemanda, þ.e þeirra sem lokið hafa leiðsögunámi, eftirfarandi:
Ár Fjöldi
1997 489
2007 847
2017 1312
    Leiðsöguskólinn hóf starfsemi 1976 og útskrifaði fyrstu nemendurna árið 1977.
    Ekki liggur fyrir opinber skráning á fjölda menntaðra leiðsögumanna hér á landi.

     8.      Hver er fjöldi ferðamanna á Íslandi núna, hver var fjöldinn fyrir 10 árum og fyrir 20 árum?
Ár Fjöldi
1996 200.835
2006 422.208
2016 1.792.201

     9.      Hver hefur mismunurinn verið á áætluðum fjölda ferðamanna til landsins og raunverulegum fjölda síðastliðin ár? Svar óskast sundurliðað fyrir ár hvert tímabilið 2012–2016.
    Undanfarin ár hefur Isavia undir lok hvers árs gefið út farþegaspá fyrir komandi ár sem byggist á gögnum frá flugfélögum um áætlað sætaframboð og ákveðna sætanýtingu. Þær spár hafa að mestu gengið eftir. Farþegafjöldinn 2015 var þó um 7% meiri en spáð hafði verið og um 1% meiri árið 2016. Í ár spáir Isavia því að brottfarir og komur til landins verði um 2,8 milljónir og þar af verði hlutur Íslendinga um 560 þúsund.
    Aðrar opinberar spár um fjölda ferðamanna liggja ekki fyrir. Greiningardeildir banka hafa hins vegar gefið út skýrslur um ferðaþjónustu síðustu ár og sett þar fram slíkar spár, sbr. eftirfarandi töflu.
Ár Raunfjöldi ferðamanna Spá Arionbanka árið 2013 Spá Arionbanka árið 2014 Spá Landsbankans árið 2014 Spá Íslandsbanka árið 2015 Spá Arionbanka árið 2015 Spá Íslandsbanka árið 2017
2013 807.349 747.000
2014 998.600 809.000 960.000 953.000
2015 1.289.100 876.000 1.100.000 1.100.000 1.200.2000
2016 1.792.201 1.250.000 1.200.00 1.500.000
2017 1.300.000 2.600.000 2.300.000
2018 3.000.000


1    Samkvæmt skrá Samgöngustofu eru ökutækjaleigur 152 í maí 2017. Gera má ráð fyrir að nokkur fjöldi sé ekki með starfsemi sem beinist að ferðamönnum og því væntanlega nákvæmara að miða við gagnagrunn Ferðamálastofu.