Ferill 517. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 1114  —  517. mál.
Svar


ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra við fyrirspurn frá Einari Brynjólfssyni um samninga atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og undirstofnana þess við sveitarfélög.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvaða samningar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og undirstofnana þess við sveitarfélögin, á málefnasviði ráðherra, voru í gildi 1. apríl 2017, hvaða samningar milli þessara aðila runnu út á tímabilinu 1. janúar 2006 til og með 1. apríl 2017 og eftir hvaða samningum var enn greitt 1. apríl 2017 þótt gildistími þeirra væri liðinn? Óskað er eftir stuttri lýsingu á efni hvers samnings fyrir sig.

    Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur á því tímabili sem spurt er um ekki gert neina samninga við sveitarfélög fyrir hönd ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
    Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leitaði upplýsinga hjá stofnunum sem heyra undir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um hvort einhverjir samningar hefðu verið gerðir sem féllu undir efni fyrirspurnarinnar. Í svari frá Ferðamálastofu kemur fram að stofnunin hafi gert samninga við eftirtalin sveitarfélög:

Árlegt rekstrarframlag Ferðamálastofu til landshlutamiðstöðva og landamæramiðstöðvar á Seyðisfirði.
Upplýsingamiðstöðin í Reykjavík Reykjavíkurborg 4.488.000 kr.
Upplýsingamiðstöð Reykjaness Markaðsstofa Reykjaness 2.630.000 kr.
Upplýsingamiðstöð Vestfjarða Ísafjarðarbær 2.630.000 kr.
Upplýsingamiðstöð Norðurlands vestra Sveitarfélagið Skagafjörður 2.630.000 kr.
Upplýsingamiðstöð Norðurlands Akureyrarkaupstaður 3.717.000 kr.
Upplýsingamiðstöðin á Höfn Sveitarfélagið Hornafjörður 2.630.000 kr.
Upplýsingamiðstöð Suðurlands Hveragerðisbær 2.630.000 kr.
Upplýsingamiðstöðin á Seyðisfirði Seyðisfjarðarkaupstaður 1.595.000 kr.

Aðrir samningar Ferðamálastofu við sveitarfélög.

Höfuðborgarstofa Markaðsstarf og þróun 4.695.000 kr.
Höfuðborgarstofa Áfangastaðaáætlanir DMP 5.000.000 kr.
Höfuðborgarstofa Upplýsingaveita /DMP 5.000.000 kr.
Höfuðborgarstofa Verkefnastjóri áfangastaðaáætlunar 9.720.000 kr.
Höfuðborgarstofa Assessing thep impact of Airbnb on the housing market in Reykjavík 1.500.000 kr.

    Aðrar stofnanir sem heyra undir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra höfðu ekki gert samninga við sveitarfélög.