Ferill 245. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 1122  —  245. mál.
Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um utankjörfundaratkvæði.


    Við vinnslu svarsins var óskað eftir því að formenn allra yfirkjörstjórna landsins létu ráðuneytinu í té upplýsingar. Svör hafa borist frá öllum yfirkjörstjórnum og verður gerð grein fyrir þeim í hverjum lið fyrir sig.
    Í fyrirspurninni er óskað eftir því að svar sé sundurliðað annars vegar eftir 91. gr. laga um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000, með síðari breytingum, og hins vegar eftir 100. gr. sömu laga. Séu atvik með þeim hætti að utankjörfundaratkvæði sé ekki tekið til greina, á grundvelli 91. gr. laganna, kemur atkvæðið aldrei til talningar og er því ekki metið á grundvelli 100. gr. laganna. Eftirfarandi svör yfirkjörstjórna miðast því eingöngu við 91. gr. laganna.

     1.      Hversu mörg utankjörfundaratkvæði í Alþingiskosningum árið 2016 voru ekki tekin til greina og hvers vegna?
                  a.      Fjöldi utankjörfundaratkvæða sem ekki voru tekin til greina er eftirfarandi:
                   Reykjavíkurkjördæmi norður
21 atkvæði.

                   Reykjavíkurkjördæmi suður
16 atkvæði.

                   Norðvesturkjördæmi
9 atkvæði.

                   Norðausturkjördæmi
Ekki skráður.

                   Suðurkjördæmi
18 atkvæði.

                   Suðvesturkjördæmi
44 atkvæði.

                  b.      Ástæður þess að atkvæðin voru ekki tekin til greina:
                   Reykjavíkurkjördæmi norður og suður:
                       Atkvæðum hefur verið eytt samkvæmt ákvæðum laga um kosningar til Alþingis án þess að skráðar hafi verið ástæður þess að atkvæðin hafi ekki verið tekin til greina. Ástæður eru yfirleitt þær að á fylgibréf vantar undirskrift, dagsetning er röng, innra kjörseðilsumslag er opið og/eða aðrir mikilvægir gallar finnast á fylgibréfi kjörseðils.
                   Norðvesturkjördæmi:
                       Í þremur tilvikum hafði kjósandi líka kosið á kjörstað, í fjórum tilvikum var kjósandi ekki á kjörskrá og í tveimur tilvikum var fylgibréf ekki rétt fyllt út.
                   Norðausturkjördæmi:
                       Einungis þeim utankjörfundaratkvæðum var hafnað þar sem um var að ræða að kjósandi mætti einnig á kjörstað, en fjöldinn liggur ekki fyrir, sbr. a-lið hér að framan.
                   Suðurkjördæmi:
                       Kjósandi var ekki á kjörskrá (9 atkv.), kjósandi var búinn að greiða atkvæði (4 atkv.), kjósandi hafði látist fyrir kjördag (1 atkv.). Í öðrum tilvikum hefur ekki verið farið eftir reglum um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar og yfirleitt var ástæðan sú að undirskrift kjósanda vantaði.
                   Suðvesturkjördæmi:
                       Undirskrift kjósanda vantaði, undirskrift kjörstjóra vantaði, kjósandi kaus líka á kjörstað, kjósandi kaus tvisvar sinnum utan kjörfundar, kjósandi var ekki á kjörskrá eða einhverjir aðrir gallar voru fyrir hendi sem ógiltu atkvæðið en var ekki getið í kjörbókum.

     2.      Hversu mörg þeirra voru atkvæði þar sem kjósandi hafði þurft aðstoð við útfyllingu kjörseðils og hvers vegna voru þau ekki tekin til greina?
                    Reykjavíkurkjördæmi norður
Upplýsingar um það ekki skráðar.

                   Reykjavíkurkjördæmi suður
Upplýsingar um það ekki skráðar.

                   Norðvesturkjördæmi
Ekkert.

                   Norðausturkjördæmi
Ekkert.

                   Suðurkjördæmi
Ekkert.

                   Suðvesturkjördæmi
Upplýsingar um það ekki skráðar.


     3.      Hversu mörg þeirra voru atkvæði þar sem starfsmaður hafði aðstoðað við útfyllingu kjörseðils og hvers vegna voru þau ekki tekin til greina?
                   Reykjavíkurkjördæmi norður
Upplýsingar um það ekki skráðar.

                   Reykjavíkurkjördæmi suður
Upplýsingar um það ekki skráðar.

                   Norðvesturkjördæmi
Engin.

                   Norðausturkjördæmi
Engin.

                   Suðurkjördæmi
Engin.

                   Suðvesturkjördæmi
Upplýsingar um það ekki skráðar.