Ferill 519. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 1123  —  519. mál.
Svar


félags- og jafnréttismálaráðherra við fyrirspurn frá Einari Brynjólfssyni um samninga velferðarráðuneytisins og undirstofnana þess við sveitarfélög.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hvaða samningar velferðarráðuneytisins og undirstofnana þess við sveitarfélögin, á málefnasviði ráðherra, voru í gildi 1. apríl 2017, hvaða samningar milli þessara aðila runnu út á tímabilinu 1. janúar 2006 til og með 1. apríl 2017 og eftir hvaða samningum var enn greitt 1. apríl 2017 þótt gildistími þeirra væri liðinn? Óskað er eftir stuttri lýsingu á efni hvers samnings fyrir sig.

     I. Eftirfarandi samningar ráðuneytisins við sveitarfélög voru í gildi/féllu úr gildi á tímabilinu 1. janúar 2006 – 1. apríl 2017:
    1.    Samningur við Akraneskaupstað og Vinnumálastofnun (starfsemi Skagastaða – starfsendurhæfing) sem féll úr gildi hinn 31. desember 2015. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    2.    Samningur við Akraneskaupstað og HVER (atvinnutengd endurhæfing) sem féll úr gildi 31. desember 2013. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    3.    Samningur við Akureyrarbæ (móttaka, aðstoð og stuðningur við hóp flóttafólks 2015– 2017) sem var í gildi 1. apríl 2017.
    4.    Samningur við Akureyrarbæ (móttaka, aðstoð og stuðningur við hóp flóttafólks 2017– 2019) sem var í gildi 1. apríl 2017.
    5.    Samningur við Akureyrarbæ (þjónusta við fatlað fólk) sem féll úr gildi 31. desember 2010. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    6.    Samningur við Akureyrarbæ (öryggisgæsla) sem féll úr gildi 31. desember 2016. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    7.    Samningur við Árborg (móttaka, aðstoð og stuðningur við hóp flóttafólks 2017–2019) sem var í gildi 1 apríl 2017.
    8.    Samningur við Bolungarvíkurkaupstað (samkomulag um ráðstöfun styrks til þróunarverkefnis á sviði þjónustu við íbúa af erlendum uppruna 2008–2009) sem féll úr gildi 31. desember 2009. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    9.    Samningur við Breiðabólsstað og svæðisskrifstofu fatlaðra á Suðurlandi (þjónusta við fatlaða) sem féll úr gildi 31. desember 2010. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    10.    Samningur við Byggðasamlag um málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra (samstarf um þjónustu við fatlaða) sem féll úr gildi 31. desember 2006. Greitt var eftir samningnum til 31. desember 2010.
    11.    Samningur við Fjarðabyggð fyrir hönd Fjölmenningarseturs (verkefnið „Nýir íbúar á nýjum stað“) sem féll úr gildi 31. janúar 2007. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.

    12.    Samningur við Fjarðabyggð fyrir hönd Fjölmenningarseturs (verkefnið „Nýir íbúar á nýjum stað“) sem féll úr gildi 31. janúar 2009. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    13.    Samningur við Hafnarfjarðarbæ (móttaka, aðstoð og stuðningur við hóp flóttafólks 2015–2017) sem var í gildi 1. apríl 2017.
    14.    Samningur við sveitarfélagið Hornafjörð (þjónusta við fatlaða) sem féll úr gildi 31. júní 2006. Greitt var eftir samningnum til 31. desember 2010.
    15.    Samningur við Hveragerðisbæ (móttaka, aðstoð og stuðningur við hóp flóttafólks 2017–2019) sem var í gildi 1. apríl 2017.
    16.    Samningur við Kópavogsbæ (móttaka, aðstoð og stuðningur við hóp flóttafólks 2015– 2017) sem var í gildi 1. apríl 2017.
    17.    Samningur við Norðurþing (þjónusta við fatlaða) sem féll úr gildi 31. desember 2010. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    18.    Samningur við Reykjanesbæ (endurgreiðsla kostnaðar vegna aðstoðar og þjónustu við flóttafjölskyldu) sem féll úr gildi í desember 2010. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    19.    Samningur við Reykjanesbæ og heilbrigðisráðuneytið (forvarnarverkefnið „Uppeldi til árangurs“) sem féll úr gildi 31. ágúst 2010. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    20.    Samningur við Reykjavíkurborg (móttaka, aðstoð og stuðningur við hóp flóttafólks 2012–2013) sem féll úr gildi 19. desember 2013. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    21.    Samningur við Reykjavíkurborg (móttaka, aðstoð og stuðningur við hóp flóttafólks 2014–2016) sem féll úr gildi 31. maí 2016. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    22.    Samningur við Reykjavíkurborg (móttaka, aðstoð og stuðningur við hóp flóttafólks 2017–2019) sem var í gildi 1. apríl 2017.
    23.    Samningur við Reykjavíkurborg og iðnaðarráðuneytið (samþykkt um Lánatryggingasjóð kvenna) sem féll úr gildi 31. desember 2014. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    24.    Samningur við Reykjavíkurborg (öryggisvistun á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og þjónusta við einstaklinga með fjölþætta og sértæka stuðningsþörf) sem féll úr gildi 31. desember 2016. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    25.    Samningur við Reykjavíkurborg (rekstrarstyrkur – aðstoð við 20 heimilislausa einstaklinga hjá Vin) sem var í gildi 1. apríl 2017.
    26.    Samningur við Reykjavíkurborg (móttaka og þjónusta við flóttafólk 2005–2006) sem féll úr gildi 1. september 2006. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    27.    Samningur við Reykjavíkurborg (móttaka og þjónusta við flóttafólk 2007–2008) sem féll úr gildi 1. október 2008. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    28.    Samningur við Reykjavíkurborg og svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík (rekstur skammtímavistana fyrir fötluð börn) sem féll úr gildi 31. desember 2007. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    29.    Samningur við Reykjavíkurborg og svæðisskrifstofu málefna fatlaðra í Reykjavík (þjónustusamningur um að veita geðfötluðum stuðning til sjálfstæðis og lífsgæða […]) sem féll úr gildi 31. desember 2010. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    30.    Samningur við Samband íslenskra sveitarfélaga (samkomulag um endurskoðaða verka- og kostnaðarskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga vegna breytinga á fyrirkomulagi húsnæðisstuðnings við leigjendur og leiðbeinandi reglur velferðarráðuneytisins um sérstakan húsnæðisstuðning og úthlutun félagslegs íbúðarhúsnæðis sveitarfélaga) sem var í gildi 1. apríl 2017.
    31.    Samningur við Samband íslenskra sveitarfélaga og innanríkisráðuneytið (fjármögnun lögbundinnar þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk samkvæmt lögum um málefni fatlaðs fólks) sem er ótímabundinn og enn í gildi.
    32.    Samningur við Samband íslenskra sveitarfélaga og innanríkisráðuneytið (sameiginlegur ráðgjafi vegna flutnings á þjónustu við fatlaða til sveitarfélaga) sem féll úr gildi 31. desember 2012. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    33.    Samningur við Samband íslenskra sveitarfélaga, innanríkisráðuneytið og Vinnumálastofnun (samkomulag um millifærslu fjármuna vegna atvinnumála fatlaðs fólks) sem var í gildi 1. apríl 2017.
    34.    Samningur við Samband íslenskra sveitarfélaga, fjármála- og efnahagsráðuneytið og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið (samkomulag ríkis og sveitarfélaga um tilfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga) sem var í gildi 1. apríl 2017.
    35.    Samningur við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (ART-verkefnið á Suðurlandi um forvarnar- og meðferðarúrræði sem nýtist börnum með hegðunar- og tilfinningaraskanir og fjölskyldum þeirra) sem féll úr gildi 31. desember 2015. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    36.    Samningur við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkurborgar og mennta- og menningarmálaráðuneytið (samkomulag um að veita fötluðum nemendum á höfuðborgarsvæðinu tækifæri til lengri viðveru) sem féll úr gildi 31. maí 2008. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    37.    Samningur við Vestmannaeyjabæ (þjónusta við fatlaða) sem féll úr gildi 31. desember 2010. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    38.    Samningur við héraðsnefnd Þingeyinga (þjónusta fatlaðra á Þingeyjarsvæðinu) sem féll úr gildi 31. desember 2006. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.

     II. Eftirfarandi samningar stofnana ráðuneytisins við sveitarfélög, á málefnasviði félags- og jafnréttismálaráðherra, voru í gildi/féllu úr gildi á tímabilinu 1. janúar 2006 – 1. apríl 2017:
    1.    Samningur Barnaverndarstofu við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga um ART-verkefnið. Samningurinn var í gildi 1. apríl 2017.
    2.    Samningur Barnaverndarstofu við Sveitarfélagið Skagafjörð um húsaleigu meðferðarheimilisins Háholts. Samningurinn var í gildi 1. apríl 2017.
    3.    Samningur Barnaverndarstofu við Sveitarfélagið Skagafjörð um kennslu nemenda í Háholti. Samningurinn var fallinn úr gildi fyrir 1. apríl 2017. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    4.    Samningur Barnaverndarstofu við Eyjafjarðarsveit um húsaleigu vegna meðferðarheimilisins á Laugalandi. Samningurinn var í gildi 1. apríl 2017.
    5.    Samningur Barnaverndarstofu við Borgarfjarðarsveit um húsaleigu vegna meðferðarheimilisins á Hvítárbakka. Samningurinn var fallinn úr gildi fyrir 1. apríl 2017. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    6.    Samningur Barnaverndarstofu við Hafralækjarskóla um kennslu nemenda á meðferðarheimilinu Árbót. Samningurinn var fallinn úr gildi fyrir 1. apríl 2017. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    7.    Samningur Barnaverndarstofu við Akureyrarbæ um framhald meðferðarúrræðis fyrir unglinga með hegðunarerfiðleika og fjölskyldur þeirra. Samningurinn var fallinn úr gildi fyrir 1. apríl 2017. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    8.    Samningur Barnaverndarstofu við Akureyrarbæ um öryggisgæslu og vistun drengs. Samningurinn var fallinn úr gildi fyrir 1. apríl 2017. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    9.    Samningur Barnaverndarstofu við Laugalandsskóla í Holtum um kennslu nemenda á Lækjarbakka Samningurinn var í gildi 1. apríl 2017.
    10.    Samningur Barnaverndarstofu við Grunnskólana á Hellu um kennslu nemenda á Lækjarbakka. Samningurinn var fallinn úr gildi fyrir 1. apríl 2017. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    11.    Samningur Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins við Akureyrarbæ um leigu á skrifstofu með húsgögnum og annarri aðstöðu fyrir starfsmann GRR sem staðsettur er á Akureyri. Þróunarverkefni um bætta þjónustu við fötluð börn/ungmenni og fjölskyldur þeirra á Norður- og Austurlandi. Samningurinn var í gildi 1. apríl 2017.
    12.    Samningur umboðsmanns skuldara við Akureyrarbæ um leigða aðstöðu fyrir ráðgjafa sem féll úr gildi 31. desember 2013. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    13.    Samningur Vinnueftirlitsins við Akureyrarbæ um tvö fastleigustæði á bílaplani sem var í gildi 1. apríl 2017.
    14.    Samningur Vinnueftirlitsins við sveitarfélagið Skagafjörð um húsaleigu fyrir starfsstöð Vinnueftirlitsins á Sauðárkróki, rými 2.31, sem var í gildi 1. apríl 2017.
    15.    Samningur Vinnumálastofnunar við Reykjavíkurborg um þjónustu við ungt fólk á fjárhagsaðstoð sem var í gildi 1. apríl sl.
    16.    Samningur Vinnumálastofnunar við Hafnarfjarðarbæ um samstarf um þjónustu gagnvart atvinnulausum og rekstur þjónustuskrifstofu sem féll úr gildi 31. desember 2016. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    17.    Samningur Vinnumálastofnunar við Kópavogsbæ um samstarf um þjónustu gagnvart atvinnulausum og rekstur þjónustuskrifstofu sem féll úr gildi 31. desember 2016. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    18.    Samningur Vinnumálastofnunar við Reykjavíkurborg um þjónustu vegna Atvinnu með stuðningi sem féll úr gildi 31. desember 2015. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    19.    Samningur Vinnumálastofnunar við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um þjónustu vegna Atvinnu með stuðningi sem féll úr gildi 31. desember 2015. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    20.    Samningur Vinnumálastofnunar við Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum um þjónustu vegna Atvinnu með stuðningi sem féll úr gildi 31. desember 2015. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    21.    Samningur Vinnumálastofnunar við Árneshrepp um skráningu atvinnulausra, móttöku umsókna og miðlun upplýsinga sem féll úr gildi 31. desember 2010. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    22.    Samningur Vinnumálastofnunar við Blönduósbæ um skráningu atvinnulausra, móttöku umsókna og miðlun upplýsinga sem féll úr gildi 31. desember 2010. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    23.    Samningur Vinnumálastofnunar við Bolungarvíkurkaupstað um skráningu atvinnulausra, móttöku umsókna og miðlun upplýsinga sem féll úr gildi 31. desember 2010. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    24.    Samningur Vinnumálastofnunar við Borgarnes um skráningu atvinnulausra, móttöku umsókna og miðlun upplýsinga sem féll úr gildi 31. desember 2010. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    25.    Samningur Vinnumálastofnunar við Bæjarhrepp um skráningu atvinnulausra, móttöku umsókna og miðlun upplýsinga sem féll úr gildi 31. desember 2010. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    26.    Samningur Vinnumálastofnunar við Dalabyggð um skráningu atvinnulausra, móttöku umsókna og miðlun upplýsinga sem féll úr gildi 31. desember 2010. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    27.    Samningur Vinnumálastofnunar við sveitarfélagið Garð um skráningu atvinnulausra, móttöku umsókna og miðlun upplýsinga sem féll úr gildi 31. desember 2010. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    28.    Samningur Vinnumálastofnunar við Grindavíkurbæ um skráningu atvinnulausra, móttöku umsókna og miðlun upplýsinga sem féll úr gildi 31. desember 2010. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    29.    Samningur Vinnumálastofnunar við Grundarfjörð um skráningu atvinnulausra, móttöku umsókna og miðlun upplýsinga sem féll úr gildi 31. desember 2010. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    30.    Samningur Vinnumálastofnunar við Kaldrananeshrepp um skráningu atvinnulausra, móttöku umsókna og miðlun upplýsinga sem féll úr gildi 31. desember 2010. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    31.    Samningur Vinnumálastofnunar við Reykhólahrepp um skráningu atvinnulausra, móttöku umsókna og miðlun upplýsinga sem féll úr gildi 31. desember 2010. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    32.    Samningur Vinnumálastofnunar við Sandgerðisbæ um skráningu atvinnulausra, móttöku umsókna og miðlun upplýsinga sem féll úr gildi 31. desember 2010. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    33.    Samningur Vinnumálastofnunar við Sauðárkrók um skráningu atvinnulausra, móttöku umsókna og miðlun upplýsinga sem féll úr gildi 31. desember 2010. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    34.    Samningur Vinnumálastofnunar við Skagaströnd um skráningu atvinnulausra, móttöku umsókna og miðlun upplýsinga sem féll úr gildi 31. desember 2010. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    35.    Samningur Vinnumálastofnunar við Snæfellsbæ um skráningu atvinnulausra, móttöku umsókna og miðlun upplýsinga sem féll úr gildi 31. desember 2010. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    36.    Samningur Vinnumálastofnunar við Strandabyggð um skráningu atvinnulausra, móttöku umsókna og miðlun upplýsinga sem féll úr gildi 31. desember 2010. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    37.    Samningur Vinnumálastofnunar við Stykkishólmsbæ um skráningu atvinnulausra, móttöku umsókna og miðlun upplýsinga sem féll úr gildi 31. desember 2010. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    38.    Samningur Vinnumálastofnunar við Súðavíkurhrepp um skráningu atvinnulausra, móttöku umsókna og miðlun upplýsinga sem féll úr gildi 31. desember 2010. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    39.    Samningur Vinnumálastofnunar við Tálknafjarðarhrepp um skráningu atvinnulausra, móttöku umsókna og miðlun upplýsinga sem féll úr gildi 31. desember 2010. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    40.    Samningur Vinnumálastofnunar við Vesturbyggð vegna Bíldudals um skráningu atvinnulausra, móttöku umsókna og miðlun upplýsinga sem féll úr gildi 31. desember 2010. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    41.    Samningur Vinnumálastofnunar við Vesturbyggð vegna Patreksfjarðar um skráningu atvinnulausra, móttöku umsókna og miðlun upplýsinga sem féll úr gildi 31. desember 2010. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.
    42.    Samningur Vinnumálastofnunar við sveitarfélagið Voga um skráningu atvinnulausra, móttöku umsókna og miðlun upplýsinga sem féll úr gildi 31. desember 2010. Ekki var greitt eftir samningnum eftir að gildistíma hans lauk.

    Ekki voru fyrir hendi samningar við sveitarfélög á umræddu tímabili hjá eftirfarandi stofnunum ráðuneytisins á málefnasviði félags- og jafnréttismálaráðherra:
     *      Fjölmenningarsetur.
     *      Jafnréttisstofa.
     *      Ríkissáttasemjari.
     *      Tryggingastofnun ríkisins.
     *      Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir sjónskerta og blinda.