Ferill 513. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 1144  —  513. mál.
Svar


umhverfis- og auðlindaráðherra við fyrirspurn frá Einari Brynjólfssyni um samninga ráðuneytisins og undirstofnana þess við sveitarfélög.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvaða samningar ráðuneytisins og undirstofnana þess við sveitarfélögin voru í gildi 1. apríl 2017, hvaða samningar milli þessara aðila runnu út á tímabilinu 1. janúar 2006 til og með 1. apríl 2017 og eftir hvaða samningum var enn greitt 1. apríl 2017 þótt gildistími þeirra væri liðinn? Óskað er eftir stuttri lýsingu á efni hvers samnings fyrir sig.

    Ráðuneytið hefur gert þrjá samstarfssamninga við Samband íslenskra sveitarfélaga um EES-málefni og átta samninga við sveitarfélög um rekstur náttúrustofa. Tólf A-hlutastofnanir heyra til ráðuneytisins. Af þeim hafa þrjár enga samninga gert við sveitarfélög. Þær eru Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Þingvallaþjóðgarður og Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn. Staðan hjá ráðuneytinu og stofnunum þess er sem hér segir:

Umhverfis- og auðlindaráðuneyti.
    Þrír samstarfssamningar við Samband íslenskra sveitarfélaga um verkefni og hagsmunagæslu á sviði EES-samningsins.
    Samningur milli ráðuneytisins og Stykkishólmsbæjar um rekstur Náttúrustofu Vesturlands.
    Samningur milli ráðuneytisins og Tálknafjarðarhrepps, Vesturbyggðar, Bolungarvíkurkaupstaðar, Ísafjarðarbæjar, Strandabyggðar og Súðavíkurhrepps um rekstur Náttúrustofu Vestfjarða.
    Samningur milli ráðuneytisins og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um rekstur Náttúrustofu Norðvesturlands.
    Samningur milli ráðuneytisins og Norðurþings og Skútustaðahrepps um rekstur Náttúrustofu Norðausturlands.
    Samningur milli ráðuneytisins og Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar um rekstur Náttúrustofu Austurlands.
    Samningur milli ráðuneytisins og Skaftárhrepps og Sveitarfélagsins Hornafjarðar um rekstur Náttúrustofu Suðausturlands.
    Samningur milli ráðuneytisins og Vestmannaeyjabæjar um rekstur Náttúrustofu Suðurlands.
    Samningur milli ráðuneytisins og Sandgerðisbæjar um rekstur Náttúrustofu Reykjaness.

Landmælingar ríkisins.
    Lóðarleigusamningur um byggingarlóð úr landi Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Á lóðinni stendur landmælingahús Landmælinga Íslands. Lóðin er leigð til ótakmarkaðs tíma og er leigugjald samkvæmt gjaldskrá sveitarfélagsins á hverjum tíma.
    Samstarfssamningur milli Landmælinga Íslands og Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar á sviði landupplýsinga. Einungis samstarf á sviði landupplýsinga og engar fjárhagslegar skuldbindingar.
    Áskriftarsamningur við Reykjavíkurborg um miðlínur gatna fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Árlegt gjald.

Mannvirkjastofnun.
    Samningur við Brunavarnir Suðurnesja og Isavia ohf. um nám fyrir atvinnuslökkviliðsmenn við Brunamálaskólann. Námið stóð yfir árin 2011– 2013. Samanlögð samningsupphæð nam 2,7 millj. kr.
    Samningur við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um nám fyrir atvinnuslökkviliðsmenn frá sex sveitarfélögum á árunum 2016–2017. Samningsupphæð nam 22 millj. kr.

Veðurstofa Íslands.
    Í eftirfarandi töflu er að finna upplýsingar um samninga Veðurstofu Íslands.

Samningsaðili Stutt lýsing um efni samnings Í gildi 1. apríl 2017 Rann út 01.01.2006 til og með 01.04.2017
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar Samningur um vatnafarsmælingar á vatnafari Úlfarsár/Korpu, dags. 04.07.2016
Náttúrustofa Suðurlands Samningur um umhverfis- og efnavöktun á Stórhöfða fyrir Veðurstofu Íslands, dags. 18.04.2014 Já – framlengist sjálfkrafa
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar Samningur um vatnafarsmælingar á vatnafari Úlfarsár/Korpu, dags. 09.10.2014 nei Rann út 31.12.2015
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar Samningur um vatnafarsmælingar á vatnafari Úlfarsár/Korpu, dags. 13.01.2013 nei Rann út 31.12.2013
Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar Samningur um vatnafarsmælingar á vatnafari Úlfarsár/Korpu, dags. 16.12.2010 nei Rann út 31.12.2011
Fjallabyggð Samningur um ráðgjöf vegna snjóflóðaeftirlits á skíðasvæði Siglfirðinga, dags. 07.04.2011 Nei Áætluð lok 30. apríl 2011
Gatnamálastjóri Reykjavíkur Samningur um veðurþjónustu,
dags. 30.06.2009 Nei Rann út 15.04.2009
Akureyrarbær Lóðarsamningur, dags. 12.10.2005 Já – framlengist sjálfkrafa

Skógrækt ríkisins.
    Hefðbundinn húsaleigusamningur við Akureyrarbæ um skrifstofuhúsnæði í Gömlu gróðrarstöðinni. Í gildi og með reglulegum greiðslum.
    Hefðbundnir samningar um skógrækt á lögbýlum í eigu tveggja sveitarfélaga: Vopnafjarðarhrepps og Kaldrananeshrepps. Í gildi og Skógræktin greiðir 97% af samþykktum kostnaði við nýræktun skógar.
    Samningur við Hafnarfjarðarbæ vegna greiðslu á bótum vegna eignarnáms Hafnarfjarðar á hluta jarðarinnar Straums. Í gildi, greiðslur renna beint í ríkissjóð en Skógræktin fær þær svo til sín á fjárlögum.
    Samkomulag við Rangárþing eystra um grisjun á Tunguskógi í Fljótshlíð. Skógurinn er eign sveitarfélagsins en á landi í umsjá Skógræktarinnar. Samkomulagið kveður á um skiptingu kostnaðar og söluhagnaðar. Í gildi en engar reglulegar greiðslur.
    Samningur um kaup Skógræktarinnar f.h. ríkisins á hluta jarðarinnar Vatnshorns frá Skorradalshreppi. Í gildi en engar greiðslur fara fram fyrr en samið er um endanlegt verð.
    Akraneskaupstaður, ásamt Skógræktinni og öðrum, er aðili að samningi um Skorradalsgirðingu sem kveður á um skiptingu kostnaðar. Í gildi, Skógræktin lætur viðhalda girðingunni og greiðir en rukkar aðra aðila samningsins um sinn hlut.
    Fleiri samkomulög kunna að vera í gildi um girðingar þar sem Skógræktin og sveitarfélög koma að málum ásamt öðrum. Þau eru misjöfn og stundum munnleg. Fela í sér samkomulag um skiptingu kostnaðar en ekki reglulegar greiðslur.
    Enginn samningur er við sveitarfélag sem rann út á tímabilinu 2006–2017 og enginn útrunninn samningur sem Skógræktin greiðir samkvæmt.

Vatnajökulsþjóðgarður.
    Samningur við Sveitarfélagið Hornafjörð um leigu á Gömlubúð á Höfn. Um er að ræða aðstöðu fyrir starfsfólk þjóðgarðsins sem starfar á Hornafirði og nágrenni, skrifstofur og gestastofu þjóðgarðsins með sýningu og upplýsingagjöf.
    Samningur við Hitaveitu Egilsstaða og Fella (Fljótsdalshéraðs) um húsnæðið Einhleyping 1 í Fellabæ. Um er að ræða skrifstofuaðstöðu fyrir starfsfólk þjóðgarðsins sem starfar á Fljótsdalshéraði/Fljótsdalshreppi.
    Samningur við Skaftárhrepp um aðstöðu í Félagsheimilinu á Kirkjubæjarklaustri (aðstaða fyrir sýningu og upplýsingagjöf).
    Samningur við Skaftárhrepp o.fl. um aðstöðu/rekstur gistiskála í Blágiljum og Hrossatungum.
    Samningur við Skaftárhrepp um láglendislandvörslu. Rann út í september 2016.
    Samningur (munnlegur) við Fljótsdalshrepp um láglendislandvörslu við Hengifoss í Fljótsdal. Rann út í september 2016.

Náttúrufræðistofnun Íslands.
    Í eftirfarandi töflu er að finna upplýsingar um samninga Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Samningur við sveitarfélag: Í gildi 1.4.2017 Rann út 1.1.2006– 1.4.2017 Er enn verið að greiða Stutt lýsing á efni samnings
Borgarbyggð Nei Varðveislusamningur um lán á haferni
Breiðdalssetur Nei Samningur við Breiðdalssetur um borkjarnasafn – jarðfræðingur
Breiðdalshreppur Nei Húsaleigusamningur fyrir borkjarnasafn
Blönduós Nei Nei Varðveislusamningur um varðveislu á hvítabirni
Náttúrustofa Vestfjarða Nei Samvinnu samningur vegna tiltekinna verkefna eða verkþátta
Snæfellsbær Nei Nei Vinna við innsetningu landamerkja og aðgang að gróðurkortagrunni
Skorradalshreppur Nei Nei Endurgerð gróðurkorts af Skorradalshreppi
Náttúrufræðistofa Kópavogs Nei Nei Natura Ísland – vinna vegna ferskvatnsvistgerða
Byggðasafn Skagfirðinga Nei Nei Varðveislusamningur vegna hvítabjarnar
Strandabyggð Nei Nei Varðveislusamningur, lán á líkani af leðurskjaldböku
Hafnarfjarðarbær Nei Nei Rannsóknir á þungmálmum í mosa í völdum hverfum í Hafnarfirði
Náttúrustofa Austurlands Nei Nei Samstarfsverkefni vegna fuglarannsókna – IPA-verkefni
Náttúrustofa Norðausturlands Nei Nei Samstarfsverkefni vegna fuglarannsókna – IPA-verkefni
Náttúrustofa Suðurlands Nei Nei Samstarfsverkefni vegna fuglarannsókna – IPA-verkefni
Náttúrustofa Vestfjarða Nei Nei Samstarfsverkefni vegna fuglarannsókna – IPA-verkefni
Náttúrustofa Vesturlands Nei Nei Samstarfsverkefni vegna fuglarannsókna – IPA-verkefni
Breiðafjarðarnefnd Nei Nei Vinna við verndaráætlun fyrir Breiðafjörð
Náttúrustofa Reykjaness Nei Nei Samningur vegna vinnu við IPA-verkefni
Strætó bs. Nei Nei Samgöngusamningur
Reykhólahreppur Nei Nei Össusetur Íslands – varðveislusamningur, uppstoppaður örn
Húnaþing vestra Nei Nei Ráðgjafaverk, beiðni um úttekt
Náttúrufræðistofa Kópavogs Nei Nei Samningur vegna vinnu við IPA-verkefni
Svalbarðshreppur Nei Nei Varðveislusamningur, hvítabjörn
Gerðuberg Nei Nei Varðveislusamningur, steinasýni o.fl.
Menningarmiðstöð Þingeyinga Nei Nei Varðveislusamningur, tunglbasalt
Akureyrarbær Nei Nei Gerð gróðurkorts af landi Akureyrarbæjar
Náttúrustofa Vestfjarða Nei Nei Samstarfsverkefni NÍ og Náttúrustofu Vestfjarða
Náttúrustofa norðvesturlands Nei Nei Varðveislusamningur, hvítabjörn
Garðabær Nei Nei Gerð gróðurkorts og úttekt á háplöntum umhverfis Urriðavatn
Sveitarfélagið Álftanes Nei Nei Samvinna um vísindarannsóknir á nýtingu margæsar á túnum
Akureyrarbær Nei Nei Gerð gróðurkorts af Hrísey
Húnaþing vestra – Selasetur Íslands Nei Nei Varðveislusamningur, selirLandgræðsla ríkisins.

    Sjá eftirfarandi þrjá töflur frá Landgræðslu ríkisins.

Samningar Landgræðslu ríkisins frá 2010 .

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Samningar Landgræðslu ríkisins um landgræðslugirðingar – frá upphafi.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Samningar Landgræðslu ríkisins eldri en frá 2010.
Lóðarleigusamningar.
31. desember 1956 Leigusamningur, landspilda leigð til skóggræðslu.
Samningsaðilar: Landgræðsla ríkisins og Rangárvallahreppur.
Leigt: 10 ha vestan við Akurhól í Gunnarsholtslandi.
Samningstími: Til 99 ára.
18. október 1985 Heimild til að bora eftir heitu vatni í Baðsheiði.
Samningsaðilar: Landgræðsla ríkisins og Ása-, Djúpár-, Holta- og Landmannahreppar.
Leigt: Heimild til að bora eftir heitu vatni í Baðsheiði í landi S-Klofa.
Samningstími: Til 50 ára.
25. nóvember 1991 Lóðarleigusamningur, lóð leigð úr landi Gunnarsholts til að byggja á íbúðarhús.
Samningsaðilar: Landgræðsla ríkisins og Rangárvallahreppur.
Leigt: 1050 m2 úr landi Gunnarsholts.
Samningstími: Til 50 ára frá undirskriftardegi.
21. mars 2001 Samningur um sandtöku við Þorlákshöfn.
Samningsaðilar: Landgræðsla ríkisins, Sveitarfélagið Ölfus og Steinprýði ehf.
Samningstími: Til 20 ára – til 2021.
15. júlí 2003 Samningur um sandtöku við Þorlákshöfn
Samningsaðilar: Landgræðsla ríkisins, Sveitarfélagið Ölfus og Jarðefnaiðnaður ehf.
Samningstími: 20 ár til 2023.
25. september 2003 Lóðarleigusamningur, lóð úr landi Grafarbakka leigð til að reisa á henni dælustöð
Samningsaðilar: Landgræðsla ríkisins og Hitaveita Rangæinga.
Samningstími: Svo lengi sem leigutaki starfrækir dælustöð vegna hitaveitu í Gunnarsholti.
Gjalddagi: Leigutaki greiðir ekki leigugjald fyrir lóðina en greiðir skatta og skyldur sem hvíla á lóðinni.
4. nóvember 2005 Afnotasamningur á landi
Samningsaðilar: Landgræðsla ríkisins og Leikskólinn Heklukot.
Samningstími: Frá 1. jan. 2006 til 31. des. 2025.
26. júlí 2007 Leigusamningur á landi 31 ha úr Gröf – Tröllkonugil
Samningsaðilar: Landgræðsla ríkisins og Rangárþing ytra.
Samningstími: 1. ágúst 2007 til 31. des. 2017.
Samningar um kaup og leigu á tækjum og búnaði.
6. janúar 2008 Vörslu-, viðhalds- og afnotasamningur um Trimble Pro XR staðsetningartæki
Samningsaðilar: Landgræðsla ríkisins og Byggðasafn Árnesinga.
Samningar um fræðslumál, rannsóknir o.fl.
23. september 2002 Samkomulag um kornskurð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Samningsaðilar: Landgræðsla ríkisins og Skeiða- og Gnúpverjahreppur.
Samningstími: Uppsegjanlegt með sex mánaða fyrirvara.
Ýmsir samningar.
7. sept 1931 Samningur við Rangárvallahrepp um gömlu Reiðarvatnsréttir
Samningsaðilar: Landgræðsla ríkisins og Rangárvallahreppur.
Samningstími: Úr gildi.
15. maí 1992 Samkomulag um vörslu búfjár í Vatnsleysustrandarhreppi
Samningsaðilar: Landgræðsla ríkisins, Vegagerðin, Vatnsleysustrandarhreppur og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Samningstími: Úr gildi.
10. júní 1993 Verksamningur um rafmagnsgirðingu á mörkum afrétta Þeistareykjalands og landa í Kelduneshreppi.
Samningsaðilar: Landgræðsla ríkisins, Kelduneshreppur, Aðaldælahreppur og
Reykdælahreppur.
Samningstími: Verklok 15. júlí 1993 Fallinn úr gildi.
10. október 2003 Samningur um uppgræðslu í Krýsuvík í landi Hafnarfjarðar
Samningsaðilar: Landgræðsla ríkisins og Hafnarfjarðarbær
Samningstími: Gildir frá 10. október 2003 til 31. des. 2013.
1. mars 2004 Samningur um beitarhólf í landi Krýsuvíkur.
Samningsaðilar: Landgræðsla ríkisins, Hafnarfjörður, Garðabær og Bessastaðahreppur.
Samningstími: Til 1. janúar 2009.
6. nóvember 2006 Samkomulag um söfnun á heyrúllum og böggum til notkunar við heftingu sandfoks við höfn á Landeyjarsandi.
Samningsaðilar: Landgræðsla ríkisins, og Rangárþing eystra.
Samningstími: 2006 – 2007. Úr gildi.
17. febrúar 2007 Samkomulag um stofnun Umhverfissjóð Mývatnssveitar
Samningsaðilar: Landgræðsla ríkisins, Skútustaðahreppur og Landsvirkjun.
1. janúar 2009 Samningur um beitarhólf í landi Krýsuvíkur.
Samningsaðilar: Landgræðsla ríkisins, Hafnarfjarðarbær, Garðabær og
Sveitarfélagið Álftanes.
Samningstími: 1. janúar 2013. Óska má endurskoðunar fyrir 1. janúar ár hvert.
30. október 2009 Búðarhálsvirkjun. Samkomulag um endurreisn gróðurlendis vegna Sporðöldulóns 2009–2011
Samningsaðilar: Landgræðsla ríkisins, Landsvirkjun, og Ásahreppur.
Samningstími: 2009–2011.

Umhverfisstofnun.
    Í eftirfarandi töflu eru upplýsingar um umsjónarsamninga sem Umhverfisstofnun hefur gert við sveitarfélög um umsjón á friðlýstum svæðum. Almennt er ekki um fjárhagslegar greiðslur að ræða á milli aðila heldur skipta þeir með sér verkum. Meginstefnan er að Umhverfisstofnun greiði fyrir framkvæmdir en sveitarfélögin beri kostnað við umsjónina sjálfa. Unnið er að endurskoðun á efni og formi þessara samninga vegna aukins álags á svæðin og nýrra náttúruverndarlaga.

Heiti, friðlýst svæði Umsjónaraðili Undirritaður Gildistími
Einkunnir Akranes 2006 Rann út 2011.
Gálgahraun Garðabær 2009 10 ár frá 6. okt. 2009.
Endurskoðun að 5 árum liðnum
Skerjafjörður, Garðabæ Garðabær 2009 10 ár frá 6. okt. 2009.
Endurskoðun að 5 árum liðnum.
Vífilsstaðavatn Garðabær 2009 10 ár frá 6. okt. 2009.
Endurskoðun að 5 árum liðnum.
Dyrhólaey Mýrdalshreppur 2011 5 ár frá 8. júní 2011.
Endurskoðun að 3 árum liðnum.
Hálsar Djúpavogshreppur 2011 5 ár frá 13. jan 2011.
Endurskoðun að 3 árum liðnum.
Svarfaðardalur Dalvíkurbyggð 2011 5 ár frá 19. maí 2011.
Endurskoðun að 3 árum liðnum.
Varmarósar Mosfellsbær 2012 Rennur út 2015.
Skerjafjörður, Kóp Kópavogur 2012 10 ár frá 30. jan. 2012.
Endurskoðun að 5 árum liðnum.
Álafoss Mosfellsbær 2013 Ekki tilgreint, frá 25. apríl 2013.
Endurskoðun að 5 árum liðnum.
Tungufoss Mosfellsbær 2013 Ekki tilgreint, frá 25. apríl 2013. Endurskoðun að 3 árum liðnum.
Teigarhorn, fólkvangur Djúpavogshreppur 2013 Ekki tilgreint, frá 15. apríl 2013.
Endurskoðun að 5 árum liðnum.
Teigarhorn, náttúruvætti Djúpavogshreppur 2013 Ekki tilgreint, frá 15. apríl 2013.
Endurskoðun að 5 árum liðnum.
Bringur Mosfellsbær 2014 10 ár frá 20. maí 2014.
Endurskoðun að 3 árum liðnum.
Búrfell Garðabær 2014 10 ár frá 30. apríl 2014.
Endurskoðun að 3 árum liðnum.
Garðarhraun Garðabær 2014 10 ár frá 30. apríl 2014.
Endurskoðun að 3 árum liðnum.
Krossanesborgir Akureyri 2014 10 ár frá 11. feb. 2014.
Endurskoðun að 3 árum liðnum.
Stekkjarhraun Hafnarfjörður 2015 10 ár frá 18. ágúst. 2015.
Endurskoðun að 5 árum liðnum.
Hvaleyrarlón/höfði Hafnarfjörður 2015 10 ár frá 18. ágúst. 2015.
Endurskoðun að 5 árum liðnum.
Kaldárhraun og Gjárnar Hafnarfjörður 2015 10 ár frá 18. ágúst. 2015.
Endurskoðun að 5 árum liðnum.
Litluborgir Hafnarfjörður 2015 10 ár frá 18. ágúst. 2015.
Endurskoðun að 5 árum liðnum.
Hleinar, HFJ Hafnarfjörður 2015 10 ár frá 18. ágúst. 2015.
Endurskoðun að 5 árum liðnum.
Fossvogsbakkar Reykjavík 2015 10 ár frá 30. júní 2015.
Endurskoðun að 3 árum liðnum.
Háubakkar Reykjavík 2015 10 ár frá 30. júní 2015.
Endurskoðun að 3 árum liðnum.
Laugarás Reykjavík 2015 10 ár frá 30. júní 2015.
Endurskoðun að 3 árum liðnum.

Skipulagsstofnun.
    Í töflu hér á eftir má sjá hvaða samningar voru í gildi 1. apríl 2017 á milli Skipulagsstofnunar annars vegar og sveitarfélags eða svæðisskipulagsnefndar hins vegar, hvað varðar kostnaðarframlag úr Skipulagssjóði. Kostnaðarframlag er aðeins greitt úr Skipulagssjóði þegar tilteknum verkáfanga er náð, samanber umfjöllun hér á eftir, þannig að annar liður fyrirspurnarinnar á ekki við um samninga Skipulagsstofnunar við sveitarfélög og svæðisskipulagsnefndir. Jafnframt er gerð grein fyrir þeim skilyrðum sem sett eru í afgreiðslur Skipulagsstofnunar á kostnaðarframlagi og samsvarar stuttri lýsingu á efni samninga.
    Undir samninga við sveitarfélög má telja afgreiðslur Skipulagsstofnunar á umsóknum um kostnaðarframlag úr Skipulagssjóði. Í 18. gr. skipulagslaga er kveðið á um að kostnaður við gerð svæðisskipulags greiðist til helminga af Skipulagssjóði og hlutaðeigandi sveitarfélögum samkvæmt samningi Skipulagsstofnunar og svæðisskipulagsnefndar. Þar er einnig kveðið á um að sveitarfélag geti fengið allt að helmingi kostnaðar við gerð eða endurskoðun aðalskipulags úr sjóðnum.
    Skipulagsstofnun annast umsýslu Skipulagssjóðs. Þegar vinna á aðalskipulag eða svæðisskipulag óskar sveitarstjórn eða svæðisskipulagsnefnd, eftir því sem við á, með formlegum hætti eftir því við Skipulagsstofnun að fá kostnaðarframlag úr Skipulagssjóði. Skipulagsstofnun gerir kröfu um að með beiðni um kostnaðarframlag berist tímasett verk- og kostnaðaráætlun, samningar við ráðgjafa og jafnframt lýsing fyrir skipulagsverkefnið samkvæmt skipulagslögum, hafin hún verið tekin saman.
    Í afgreiðslu Skipulagsstofnunar eru sett skilyrði um að greiðsla úr Skipulagssjóði sé háð framgangi skipulagsvinnunnar og greiðslur almennt miðaðar við þrjá lykilverkáfanga skipulagsferlisins samkvæmt skipulagslögum. Fyrsti áfangi greiðslu getur átt sér stað þegar sveitarfélag eða svæðisskipulagsnefnd leitar umsagnar Skipulagsstofnunar um lýsingu. Önnur greiðsla getur farið fram þegar framangreindir ábyrgðaraðilar senda skipulagstillögu til athugunar Skipulagsstofnunar fyrir kynningu og auglýsingu tillögunnar. Þriðja og síðasta greiðsla getur farið fram þegar endanleg skipulagsáætlun hefur verið send til staðfestingar Skipulagsstofnunar. Fyrir greiðslu þarf stofnuninni að berast reikningur fyrir hvern áfanga.
    Ekki er í skipulagslögum gerð krafa um hversu langan tíma skipulagsvinna getur tekið en það tekur almennt rúmlega tvö ár. Í fyrri töflunni hér á eftir er sett fram yfirlit yfir afgreiðslur stofnunarinnar á kostnaðarbeiðnum sem ekki hafa verið greiddar út að fullu, þ.e. samningar sem eru í gildi 1. apríl 2017. Það ræðst að hluta til af því að sveitarfélögin hafa ekki sent reikning fyrir greiðslunni og í einhverjum tilfellum hefur skipulagsvinnan stöðvast eða ekki farið almennilega af stað. Í ljósi þess að dæmi eru um að skipulagsgerð hafi dregist úr hófi, hefur Skipulagsstofnun bætt við skilyrði í afgreiðslur sínar á kostnaðarframlagi þess efnis að hafi greiðslur ekki verið innheimtar innan þriggja ára frá dagsetningu afgreiðslubréfsins, þurfi sveitarfélagið að leita að nýju eftir samþykki á kostnaðarframlagi úr Skipulagssjóði. Í annarri töflunni er yfirlit yfir þær afgreiðslur stofnunarinnar sem greiddar voru að fullu fyrir 1. apríl 2017.

Tafla 1.
Afgreiðsla Skipulagsstofnunar Sveitarfélag eða svæðisskipulagsnefnd

Samþykkt framlag, kr.

23.02.2017
Aðalskipulag Grundarfjarðarbæjar 12.725.000
03.02.2017 Aðalskipulag Eyja- og Miklaholtshrepps 2.135.000
28.09.2016 Aðalskipulag Flóahrepps 5.525.000
28.09.2016 Svæðisskipulag Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar 15.550.000
28.09.2016 Aðalskipulag Reykjanesbæjar 4.585.148
27.03.2008 Aðalskipulag Reykjanesbæjar 18.774.800
12.04.2016 Aðalskipulag Grímsnes- og Grafningshrepps 4.207.500
12.04.2016 Aðalskipulag Hveragerðisbæjar 11.891.906
29.12.2015 Aðalskipulag Vestmannaeyjabæjar 6.900.000
17.12.2015 Aðalskipulag Grindavíkurbæjar 4.206.000
22.10.2015 Aðalskipulag Snæfellsbæjar 18.835.000
06.07.2015 Aðalskipulag Bláskógabyggðar 7.875.000
07.05.2015 Aðalskipulag Hrunamannahrepps 5.125.000
30.01.2015 Aðalskipulag Fjallabyggðar 7.157.170
18.09.2013 Aðalskipulag Keflavíkurflugvallar 6.425.000
30.07.2011 Aðalskipulag Sandgerðisbæjar 12.500.000
15.06.2010 Svæðisskipulag Reykjaness 10.284.897
18.01.2010 Aðalskipulag Strandabyggðar 4.900.000
02.07.2009 Aðalskipulag Blönduóss 3.930.000
08.07.2008 Niðurfelling á svæðisskipulagi Dalasýslu 100.000
27.03.2008 Reykjanesbær 18.774.800

Tafla 2.
Dagsetning samþykktar Heiti sveitarfélags

Samþykkt framlag, kr.

13.01.2014
Sveitarfélagið Garður 8.200.000
07.02.2006 Sveitarfélagið Vogar 5.000.000
04.12.2008 Hvalfjarðarsveit 3.350.000
25.07.2006 Borgarbyggð 21.008.041
29.11.2007 Bolungarvíkurkaupstaður 9.500.000
20.02.2008 Ísafjarðarbær 18.000.000
14.08.2009 Sveitarfélagið Skagafjörður 12.022.500
07.01.2009 Sveitarfélagið Skagaströnd 4.445.000
12.03.2008 Skagabyggð 3.400.500
08.07.2008 Húnavatnshreppur 4.592.500
18.02.2008 Akrahreppur 3.704.975
02.07.2009 Norðurþing 17.800.000
11.12.2007 Eyjafjarðarsveit 4.700.000
12.11.2012 Hörgársveit 3.051.537
08.07.2008 Grýtubakkahreppur 2.900.000
11.08.2008 Skútustaðahreppur 2.600.000
14.12.2007 Aðaldælahreppur 3.000.000
23.11.2011 Tjörneshreppur 2.400.000
12.02.2007 Þingeyjarsveit 11.421.364
18.01.2013 Fljótsdalshreppur 2.800.000
10.12.2008 Fljótsdalshérað 15.366.000
16.04.2014 Sveitarfélagið Hornafjörður 11.582.508
21.02.2008 Mýrdalshreppur 4.000.000
28.03.2008 Skaftárhreppur 4.185.000
15.06.2009 Ásahreppur 3.000.000
04.09.2009 Rangárþing ytra 6.000.000
07.07.2006 Gaulverjabæjarhreppur 2.142.860
23.02.2006 Villingaholtshreppur 2.025.000
29.01.2009 Sveitarfélagið Ölfus 8.090.000
03.08.2007 Grímsnes- og Grafningshreppur 4.395.350
17.01.2006 Skeiða- og Gnúpverjahreppur 6.500.000

    Skipulagsstofnun hefur einnig gert þrjá húsaleigusamninga við sveitarfélög. Þeir eru þessir:
    Við Vesturbyggð, ótímabundinn samningur með þriggja mánaða uppsagnarfresti.
    Við Ísafjarðarbæ, ótímabundinn samningur með þriggja mánaða uppsagnarfresti.
    Við Vestmannaeyjabæ, ótímabundinn samningur með þriggja mánaða uppsagnarfresti.