Ferill 570. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


146. löggjafarþing 2016–2017.
Þingskjal 1166  —  570. mál.
Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Jóni Þór Ólafssyni og Birni Leví Gunnarssyni um tekjur og gjöld ráðuneytisins og stofnana á málefnasviði ráðherra.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hverjar eru tekjur og gjöld ráðuneytisins og þeirra stofnana sem heyra undir málefnasvið ráðherra og hver er áætluð þróun útgjalda samkvæmt fjármálaáætlun 2018–2022? Óskað er eftir sundurliðun eftir málefnasviðum og hagrænni flokkun, sundurliðað í launakostnað og rekstrarkostnað, skipt eftir lögbundnum verkefnum, þ.m.t. tímabundnum verkefnum, yfirstandandi og fyrirhuguðum, og öðrum kostnaðarliðum.

    Samhljóða fyrirspurn hefur verið send öðrum ráðherrum, þ.m.t. fjármála- og efnahagsráðherra. Í svari hans sem unnið var í samráði ráðuneyta er fjárlagaferlinu, samkvæmt nýjum lögum um opinber fjármál, lýst. Litið er svo á að það svar eigi við um öll ráðuneyti og er því vísað til þessa svars fjármála- og efnahagsráðherra sem svars við þessari fyrirspurn.