Ferill 52. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


147. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 52  —  52. mál.
Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um meðalhraðaeftirlit.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Tekur ráðherra undir það mat Vegagerðarinnar að ekkert ætti að vera því lagalega til fyrirstöðu að koma upp sjálfvirku meðalhraðaeftirliti hérlendis sem fram kemur í kynningu á skýrslunni Sjálfvirkt meðalhraðaeftirlit – hugsanleg innleiðing sem birt var í ágúst 2017?
     2.      Á hvaða stoð í umferðarlögum mundi meðalhraðaeftirlit byggjast?
     3.      Hefur Persónuvernd fjallað um hugmyndir Vegagerðarinnar um meðalhraðaeftirlit?


Skriflegt svar óskast.