Ferill 58. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


147. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 58  —  58. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um skólavist barna og ungmenna í hælisleit.

Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.


     1.      Hefur verið mótuð stefna um það, eða er slík stefnumörkun í undirbúningi, hvernig skuli framfylgt ákvæðum barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, laga nr. 91/2008, um grunnskóla, og laga nr. 80/2016, um útlendinga, varðandi skólaskyldu og rétt barna og ungmenna í hælisleit til náms?
     2.      Hvernig er staðið að því að veita börnum og ungmennum í hælisleit aðgang að skólavist?
     3.      Hafa öll börn og ungmenni sem sækja um hæli hér sömu möguleika á skólavist? Ef svo er ekki, í hverju felst mismununin og á hverju byggist hún?
     4.      Hyggst ráðherra gera ráðstafanir, og þá hverjar, til þess að öllum börnum og ungmennum í hælisleit standi til boða skólavist í samræmi við alþjóðaskuldbindingar og lög þar að lútandi?


Skriflegt svar óskast.