Ferill 70. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


147. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 70  —  70. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um viðbúnað við kjarnorkumengun.

Frá Ástu Guðrúnu Helgadóttur.


     1.      Hvaða viðbúnaðaráætlanir eru við kjarnorkumengun á Íslandi og við Íslandsstrendur? Hvenær voru þessar áætlanir síðast uppfærðar?
     2.      Hversu margar joðtöflur hefur íslenska ríkið aðgang að þurfi að bregðast við kjarnorkumengun og er til áætlun um dreifingu þeirra?
     3.      Hversu margir hlífðarbúningar gegn geisla- og efnamengun eru til reiðu?


Skriflegt svar óskast.