Ferill 72. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


147. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 72  —  72. mál.
Fyrirspurn


til forseta Alþingis um ferðakostnað alþingismanna.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hver var mánaðarlegur og árlegur ferðakostnaður alþingismanna á árunum 2013–2016, skipt eftir kjördæmum viðkomandi en flokkaður eftir fargjaldi innan lands, dvalarkostnaði innan lands, leigubílum, bílaleigubílum og akstri samkvæmt akstursdagbók? Óskað er eftir að flokkun sé hlutlaus.
     2.      Hversu marga kílómetra óku þingmenn samkvæmt akstursdagbók á fyrrgreindu árabili og hver er heildarkostnaður samkvæmt almennu gjaldi, sérstöku gjaldi og torfærugjaldi, flokkað eftir fjölda þingmanna og kjördæmum?
     3.      Hver var mánaðarlegur og árlegur aksturskostnaður sérhvers þeirra þriggja þingmanna sem fengu hæstu greiðslurnar samkvæmt akstursskýrslu á fyrrgreindu árabili í hverju kjördæmi?


Skriflegt svar óskast.