Ferill 73. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


147. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 73  —  73. mál.
Fyrirspurn


til forsætisráðherra um gengisflökt.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hvernig er mat lagt á gengisflökt?
     2.      Hver er ástæða gengisflökts krónunnar gagnvart helstu viðskiptagjaldmiðlum þjóðarinnar síðustu mánuði? Óskað er eftir að gerð verði grein fyrir ástæðum breytinga í hverjum mánuði.
     3.      Til hvaða aðgerða hefur Seðlabanki gripið mánaðarlega vegna þessa?
     4.      Hafa stjórnvöld gripið til annarra aðgerða vegna gengisflökts og þá hverra?
     5.      Hvaða aðstæður þurfa að vera fyrir hendi til að ráðherra telji rétt að gripið sé til aðgerða til að verjast gengisflökti?


Skriflegt svar óskast.