Ferill 77. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


147. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 77  —  77. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um áhrif brúa yfir firði á lífríki.

Frá Smára McCarthy.


     1.      Hafa áhrif brúa yfir firði á lífríki innar í firðinum verið rannsökuð?
     2.      Hafa áhrif breytinga á straumhraða og vatnsseltu í fjarðarbotnum verið rannsökuð?
     3.      Hvaða reglum er fylgt við gerð brúa yfir firði til verndar lífríki í fjarðarbotnum?


Skriflegt svar óskast.