Ferill 79. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


147. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 79  —  79. mál.




Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um skammtímaútleigu íbúða.

Frá Smára McCarthy.


     1.      Hvernig er háttað eftirliti með skammtímaútleigu á íbúðum til ferðamanna?
     2.      Hvaða úrræðum er beitt til þess að tryggja að leigusalar sem leigja út til skamms tíma til ferðamanna uppfylli kröfur laga og reglna um skammtímaútleigu?
     3.      Hyggst ráðherra breyta reglum til þess að gera greinarmun á einstaklingum sem leigja út eigið íbúðarhúsnæði til skamms tíma og fyrirtækjum sem stunda skammtímaleigurekstur í íbúðum sem ekki eru ætlaðar til atvinnureksturs? Ef ekki, hvers vegna vill ráðherra ekki gera þennan greinarmun?


Skriflegt svar óskast.