Ferill 80. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


147. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 80  —  80. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um innheimtuaðgerðir tollstjóra.

Frá Evu Pandoru Baldursdóttur.


     1.      Hversu mörg innheimtumál eru til meðferðar hjá tollstjóra og öðrum innheimtumönnum ríkissjóðs vegna ógreiddra opinberra gjalda og skatta, gagnvart einstaklingum annars vegar og lögaðilum hins vegar?
     2.      Hversu mörgum innheimtumálum lauk árin 2015, 2016 og það sem af er ári 2017? Svar óskast flokkað eftir því hvort fjárkrafan var greidd að fullu, að hluta eða ekki?
     3.      Hversu margar aðfarargerðir fóru tollstjóri og aðrir innheimtumenn ríkissjóðs í vegna ógreiddra opinberra gjalda og skatta á árunum 2015, 2016 og það sem af er ári 2017? Svar óskast flokkað eftir tegund aðfarargerða og eftir því hvort gerðarþolar voru einstaklingar eða lögaðilar.
     4.      Hversu margar nauðungarsölur fóru tollstjóri og aðrir innheimtumenn ríkissjóðs fram á vegna ógreiddra opinberra gjalda og skatta og hversu mikill hluti nauðungarsölubeiðna endaði með aðilaskiptum og ráðstöfun söluverðs til tollstjóra á árunum 2015, 2016 og það sem af er ári 2017? Svar óskast flokkað eftir því hvort gerðarþolar voru einstaklingar eða lögaðilar.
     5.      Hafa tollstjóri og aðrir innheimtumenn ríkissjóðs einhverjar heimildir til að fresta innheimtuaðgerðum í innheimtumálum er varða opinber gjöld þegar einstaklingar sem hafa ekki greiðslugetu til skemmri tíma eru tilbúnir að gera samning um greiðslu á lengri tíma? Ef svo er, beitir tollstjóri þeirri heimild? Ef ekki, kemur til skoðunar að veita tollstjóra þannig heimildir?


Skriflegt svar óskast.