Ferill 82. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


147. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 82  —  82. mál.
Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um raforkuflutning í dreifðum byggðum.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hvaða áætlanir liggja fyrir um lagningu þriggja fasa raflína í dreifðum byggðum og um framkvæmdir til að bæta afhendingu raforku í dreifbýli, hvaða áform eru um fjármögnun slíkra framkvæmda og hvenær verður þeim hrint í framkvæmd?
     2.      Hvenær telur ráðherra raunhæft að lokið verði nauðsynlegum úrbótum á flutningskerfi raforku í dreifbýli?


Skriflegt svar óskast.