Ferill 83. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


147. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 83  —  83. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um jarðvanga.

Frá Silju Dögg Gunnarsdóttur.


     1.      Hyggst ráðherra breyta því að Reykjanes jarðvangur er sá eini af um 100 jarðvöngum sem eru aðilar að alþjóðlegum samtökum jarðvanga, Global Geoparks Network sem starfa undir verndarvæng Unesco, sem nýtur ekki framlaga á fjárlögum viðkomandi ríkis?
     2.      Hver er framtíðarsýn ráðherra um uppbyggingu jarðvanganna Reykjaness og Kötlu og aðkomu ríkisvaldsins að henni?


Skriflegt svar óskast.