Ferill 100. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


147. löggjafarþing 2017–2018.
Þingskjal 100  —  100. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um innflutning gæludýra.

Frá Ástu Guðrúnu Helgadóttur.


     1.      Telur ráðherra að einangrunarvist gæludýra sem koma hingað til lands standist kröfur og reglugerðir um dýravelferð?
     2.      Telur ráðherra ásættanlegt með tilliti til mannréttindasjónarmiða að fólk sem þarf aðstoð þjónustuhunda geti ekki ferðast með þá milli landa?
     3.      Telur ráðherra að við gerð áhættumats um einangrunarvist dýra við innflutning hingað til lands hafi verið unnið út frá réttum forsendum við mat á þeim varnaraðgerðum sem nauðsynlegar eru við innflutning gæludýra?
     4.      Telur ráðherra að endurskoða þurfi lög og reglugerðir um innflutning dýra og færa nær því sem er í öðrum ríkjum sem hafa strangar reglur um innflutning á gæludýrum, til dæmis á Hawaii, Bretlandseyjum og Nýja-Sjálandi og í Ástralíu?